is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22082

Titill: 
 • Kópasker, aðdráttarafl við Öxarfjörð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum en nauðsynlegt er að reyna að stýra þeim ferðamannafjölda með því að dreifa þeim frekar um landið. Með þessu verkefni er kannað hvort hægt sé að styrkja minni þéttbýli úti á landi á þann veg að þau verði áhugaverður ferðamannastaður. Einnig gæti sú þróun haft jákvæð áhrif á yfirbragð byggðarinnar, ef rétt er haldið á spöðunum.
  Verkefni þetta felst í því að athuga hvort hægt sé að gera Kópasker að áhugaverðum ferðamannastað sem einnig hefur jákvæð áhrif á þorpsbraginn.
  Landslagsgreiningar eru nýttar til þess að leita svara hver sérkenni landlags eru, hvar sérstaðan liggur og hvar tækifærin leynast á svæðinu. Skoðað er hvernig rými í byggð þjóna mannlífi, hvernig gróður hefur áhrif á manneskjuna og vel heppnuð svæði í tengslum við ferðaþjónustu og útivist.
  Hönnunartillaga er lögð fram við Bakkagötu, verslunar og þjónustugötu Kópaskers skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins Norðurþings og svæðinu sunnan hennar. Hönnunin tekur mið af þeirri sérstöðu og þeim styrkleikum sem greindust á svæðinu .
  Hönnunartillaga sem er sett fram tekur mið af þeim anda sem var áður fyrr var svæðinu en nokkrar byggingar sem segja sögu Kópaskers er horfnar sjónum þar sem byggð hóf að myndast. Höfundur telur að umgjörð sögunnar geti verið sterkari í umhverfinu á Kópaskeri, þar sem sagan er oft áberandi á stöðum sem hafa sterkan staðaranda.
  Fléttaðir eru saman þættir sem tengjast þörfum ferðamanna og forsendur fyrir góðum bæjarrýmum sem henta mannlífi, en sterkur staðarandi getur einnig falist í því fólki sem lifir og starfar á svæðinu. Lögð er áhersla á að skapa fallegt umhverfi sem þjónar báðum aðilum og gerir Kópasker að áhugaverðum ferðamannastað.

Samþykkt: 
 • 16.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Kopasker_SHJ.pdf4.68 MBOpinnPDFSkoða/Opna