en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22085

Title: 
  • Title is in Icelandic Þunglyndi aldraðra á hjúkrunarheimilum. Fræðileg samantekt
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölgun elstu aldurshópa er meiri en annarra hópa á heimvísu. Heilbrigðisvandamál aldraðra verða flóknari og fleiri með hækkandi aldri íbúa á hjúkrunarheimilum og er mikilvægt að læknisfræðilegar greiningar sem og hjúkrunargreiningar séu í takt við ástand hvers og eins. Öldrunarþjónustan hefur breyst mikið í gegnum tíðina.
    Velferð aldraðra og lífsgæði á síðustu árum ævinnar eru mikilvæg og er andleg líðan þar mikilvægur þáttur sem þarf að leggja meiri áherslu á í hjúkrun.
    Tíðni þunglyndis inn á hjúkrunarheimilum er oftast í kringum 40% - 50 % samkvæmt rannsóknum hvort sem horft er til Íslands eða á heimsvísu. Koma þarf í veg vangreiningar og ofgreiningar á þunglyndi og að lyfjagjafir séu í takti við þarfir hvers og eins. Öldrunarbreytingum og sjúkdómum sem valda skertri líkamlegri virkni er ruglað saman við þunglyndi á hinum ýmsu stigum sem tefur greiningu og meðferð og getur þar af leiðandi dregið verulega úr lífsgleði viðkomandi. Meðferðarleiðir þarf að þróa sem snúa að því að bæta lífsgæði fólks. Hjúkrunarfræðingar eiga að vera meðvitaðir um velferð skjólstæðinga sinna og er þekking, metnaður og nærvera mikilvægir þættir við ummönnun aldraðra. Greiningaferli þunglyndis þarf að vera nákvæmt, einstaklingsbundið og hnitmiðað.
    Rannsóknir á þunglyndi aldraðra á hjúkrunarheimilum hafa sýnt umfang vandamálsins en þörf er á frekari rannsóknum, sérstaklega vönduðum rannsóknum á ýmissi meðferð annarri en lyfjameðferð. Mikilvægt er að þekkja einkenni um þunglyndi hjá öldruðum og vera meðvitaður um að einkennin eru önnur hjá öldruðum en þeim sem yngri eru vegna undirliggjandi langvinnra sjúkdóma eða vitglapa.
    Lykilorð : þunglyndi, aldraðir, hjúkrunarheimili, þunglyndislyf, þunglyndismeðferð

Accepted: 
  • Jun 16, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22085


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ragnhildur Ægisdóttir-loka loka eintak.pdf447,21 kBOpenHeildartextiPDFView/Open