is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22097

Titill: 
 • Kynbundinn munur á líkamsbeitingu ungmenna við fallhopp: Áhrif vöðvaþreytu
 • Titill er á ensku Gender Differences in Drop Jump Landing Mechanics among Prepubertal Children and the Effects of Fatigue
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Slit á fremra krossbandi (FK) eru alvarleg hnémeiðsli og geta haft miklar afleiðingar fyrir íþróttafólk. Oftast verða FK-slit við óvæntar aðstæður án snertingar við aðra leikmenn, en meiðslin sem slík geta dregið dilk á eftir sér og eiga meðal annars þeir sem slitið hafa FK, frekar á hættu að þróa með sér slitgigt í hné og heltast úr lestinni við íþróttaiðkun sína. Það getur síðan haft afleiðingar á almennt heilsufar og félagslega stöðu leikmannsins. Forvarnir meiðsla af þessu tagi eru því afar mikilvægar. Tíðni meiðsla eru hærri meðal kvenna en karla óháð aldri og iðkendafjölda. Ákveðnir áhættuþættir eru þekktir meðal eldri iðkenda, eftir að kynþroska og hafa iðkendur á því aldursskeiði verið mikið rannsakaðir í gegnum árin. Markmið þessarar rannsóknar var því að varpa ljósi á hreyfimynstur íþróttafólks af báðum kynjum á aldrinum 10-12 ára, fyrir kynþroska. Ákveðna áhættuþætti er hægt að meta út frá fallhoppi og áhrif þreytu þar á. Niðurstöðurnar ættu að varpa einhverju ljósi á hvort þekktar áhættubreytur sé til staðar fyrir kynþroska. Vitneskjan um þær gerir forvarnarstarf markvissara þar sem væri hægt að byrja fyrr en gert er nú, að nota forvarnaæfingar.
  Aðferð: Sjötíu einstaklingar (40 stúlkur og 30 strákar á aldrinum 10-12 ára) voru fengin til þátttöku frá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa hitað upp á hjóli í 5 mínútur, framkvæmdu þau 5 fallhopp, þar sem þau létu sig falla ofan af palli og lentu jafnfætis á kraftplötum og stukku þaðan upp. Á meðan voru hreyfingarnar teknar upp með háhraðamyndavélum í þrívídd. Eftir þreytuferli voru fallhoppin endurtekin. Fjölþáttagreining og pöruð t-próf voru notuð til tölfræðúrvinnslu á tilteknum við fyrstu snertingu við undirlag (IC) og horni hnés við framkvæmd fallhopps til að bera saman fótleggi og meta áhrif þreytu á milli kynja. Einnig var metin fylgni á milli gagnkrafts og hreyfiútslags hnébeygju við lendingu.
  Niðurstöður: Tölfræðilega marktæk víxlhrif voru á meðaltali hámarks gagnkrafts í fallhoppi fyrir og eftir þreytu, milli kynja (p= 0.028) en marktæk aukning var á meðaltölum kraftplötugagna beggja fótleggja eftir þreytu meðal stúlkna en enginn munur hjá strákum. Í hnébeygjumælingum sást marktækur munur á áhrifum þreytu við IC hjá báðum hópum milli hnjáa þar sem meiri munur var á meðaltali í hnébeygju við þreytu (p= 0.046), sem voru heldur meiri í hægra hné en því vinstra. Megin áhrif þreytu á hreyfiútslag í hnébeygju fundust á meðaltölum beggja hnjáa og kynja (p<0.001) og tölfræðilega marktæk neikvæð fylgni var á milli hámarks gagnkrafts og hreyfiútslags í hné, sérstaklega við þreytu. Megináhrif kyns (p=0.007) og hnés (p=0.028) fundust á horni hnés við IC í frontal plani, þar sem lítið aukin varus staða var á hnjám drengja miðað við stúlkur. Yfir hópinn var heldur meiri (1,5°) varus staða í vinstra hné, en á því hægra.
  Umræða og ályktun. Niðurstöður benda til þess að þreyta hafi áhrif til aukningar á gagnkrafti við fallhopp, en þessu veldur trúlega sú minnkun sem sást á hreyfiútslagi í hnébeygju. Kynbundinn munur virðist vera til staðar sem sumpart er líffræðilegs eðlis, en einnig ólík viðbrögð við þreytu. Þetta bendir til þess að breytingar á hreyfimynstri sem leitt getur til skaða á fremra krossbandi, séu komnar fram á ungmennum fyrir kynþroska og að hugsanlega sé ástæða til að byrja strax á þeim aldri að leggja áherslu á forvarnaræfingar. Frekari rannsókna er þörf á framkvæmd hreyfinga hjá þessum aldurshópi svo hægt sé að vinna skipulega að þjálfun þeirra til að draga úr fjölda þeirra sem slíta FK.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Knee injuries such as anterior cruciate ligament (ACL) injuries are serious and can be devastating, as they not only have an effect on sport participation and social activities, but may also result in greater health challenges later in life, due to early onset of knee osteoarthritis. ACL rupture most often occurs acutely and without direct contact with another player. Given the same exposure to training and competition, female athletes have a greater incidence of ACL rupture than males, regardless of age. Certain kinetic and kinematic variables are known risk factors to an ACL rupture, but researchers have mainly studied post-pubertal athletes. The aim of this study was therefore to evaluate specific variables (knee angles and the vertical ground reaction force (vGRF)) in prepubertal athletes during a drop jump (DJ) and the effect of fatigue on performance. This may help elucidate whether injury prevention should start at an earlier age than presently assumed. The identification of risk factors in prepubertal children can make that potential education and training more focused.
  Method: 70 participants (40 females and 30 males; age 10-12) were recruited from local sports clubs. After a 5 minute warm-up, they performed 5 repetitions of a drop jump (DJ), landing with each foot onto an AMTI force plate while an eight camera Qualisys motion capture system was used to capture 3D movements. After a fatigue protocol the testing procedure was repeated. In addition to descriptive statistics, multivariate analysis was used for statistical analysis of kinematic and vGRF variables, including limb and fatigue as „within subjects” variables and gender for „between groups” analysis. Pearson correlation coefficients were also calculated to identify associations between knee flexion excursion and the peak vGRF during DJ performance. Alpha was set at 0.05 for significance.
  Results: A significant interaction (p=0.028) was found for the peak vGRF due to an increase in post-fatigue values bilaterally for females, while mean changes for males were not significant. A significant limb by fatigue interaction was found across both male and female groups (p=0.046), due to a pre- to post-fatigue increase in knee flexion angles at initial contact (IC), more apparent in the right compared to the left knee. A significant main effect of fatigue was found for knee flexion excursion (from IC to peak knee flexion; p<0.001) across both limbs and gender. Furthermore, a significant negative correlation was found between the peak vGRF and knee flexion excursion. A main effect of gender (p=0.007) and of limb (p=0.028) was found for frontal plane angles at IC, due to a slight varus position in males not seen in females, and an overall slightly (by 1.5°) greater mean varus in the left vs. right knee.
  Conclusion: Main results indicate that fatigue results in significantly greater loading during DJ performance, as demonstrated by less knee joint excursion, associated with greater vGRF. Differences between boys and girls were apparent in frontal plane angles at IC as well as in inter-limb shifts in vGRF magnitudes in the fatigued state. Further research in this prepubertal age group is indicated to determine whether it is possible to decrease the number of future high-risk individuals by implementing a neuromuscular training program for this age group.

Styrktaraðili: 
 • Rannís
  Vísindasjóður Félags Sjúkraþjálfara
Samþykkt: 
 • 19.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Vala Jónsdóttir.pdf923.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna