is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22100

Titill: 
  • Þátttaka ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi og tengsl við hegðun og líðan
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru könnuð tengsl þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi við farsæla þroskaframvindu. Farsæl þroskaframvinda leggur áherslu á styrkleika unglinga í stað veikleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þátttöku í skipuögðu íþróttastarfi og hver samtímatengsl og forspárgildi þátttöku væru fyrir farsæla þroskaframvindu og þunglyndiseinkenni. Þýði rannsóknar voru unglingar í tíunda bekk í skólum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Úrtakið samanstóð af 561 nemanda í tíunda bekk (meðalaldur = 15,3 ár). Könnun var lögð fyrir sama hópinn haustið 2013 (n = 519) og vorið 2014 (n = 510). Niðurstöður sýna að meirihluti unglinga tók þátt í íþróttum. Þeir sem tóku þátt í skipulögðu íþróttastarfi höfðu hærra gildi farsæls þroska og færri þunglyndiseinkenni en þeir sem ekki tóku þátt. Stúlkur höfðu hærra gildi farsæls þroska og fleiri þunglyndiseinkenni en drengir. Íþróttaþátttaka að hausti spáði fyrir um farsælli þroska og færri þunglyndiseinkenni að vori en með meiri þátttöku jókst ávinningurinn. Niðurstöður gefa því til kynna að þátttaka í íþróttum geti stuðlað að farsælli þroskaframvindu og færri þunglyndiseinkennum. Samkvæmt kenningum getur ávinningur af íþróttastarfi verið sá sami hvort sem um er að ræða afreksþjálfun með áherslu á árangur eða þátttöku með áherslu á skemmtun. Þá má velta fyrir sér hvor vettvangur sé hérlendis fyrir unglinga sem ekki hafa áhuga á afreksþjálfun til þess að taka þátt og þróa styrkleika í gegnum íþróttastarfið. Framtíðarrannsóknir ættu að kanna áhrif mismunandi íþróttagreina og hvað þurfi að einkenna íþróttastarf til þess að það hafi jákvæð áhrif á þroska.

  • Útdráttur er á ensku

    This study explored the relation between participation in structured sports and positive youth development (PYD). The aim of the study was to explore participation in structured sports among youth, explore concurrent relations and if sport participation predicted PYD and symptoms of depression. The populations of the study were youth in the Reykjavik capital area. The sample consisted of 561 students in tenth grade (average age = 15,3). The survey was conducted for the same group in the fall of 2013 (n = 519) and in the spring of 2014 (n = 510). The results showed the majority of youth participated in structured sports. Participation in sports was related to higher PYD and fewer symptoms of depression. Girls had higher PYD and more symptoms of depression than boys. Participation in sports in the fall predicted higher PYD and fewer symptoms of depression in the spring. Whith more frequent sport participation the higher were the benefits for the participants. According to theory, benefits of sports participation should be the same despite two different approaches, one being competitive and the other with emphasis on entertainment and participation. There are many options for those who want to compete in sports in a competitive way in Iceland but there are fewer options for those who want to participate in sports where the emphasis is having fun. Future studies should focus on the effects of different sports youth participate in and what characterizes structured sports that contribute to PYD.

Tengd vefslóð: 
  • http://vefir.hi.is/sjalfstjornun/
Samþykkt: 
  • 19.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-cand psych-ElínAnna(Prentun).pdf849.45 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF