is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22102

Titill: 
 • Langtímahorfur einstaklinga greindir með bráða kransæðastíflu árið 2006
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Um þriðjung dauðsfalla á Íslandi má rekja til hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi blóðþurrðar hjartasjúkdóma og dánartíðni af völdum þeirra hefur breyst á undanförnum áratugum í vestrænum ríkjum. Fækkun tilfella blóðþurrðar hjartasjúkdóma og bættar horfur einkenna þróunina. Þrátt fyrir að tíðni blóðþurrðar hjartasjúkdóma hafi lækkað þá hefur tíðni hjartadreps án ST-hækkana NSTEMI) aukist milli ára. Á Íslandi hafa eins árs horfur sjúklinga með hjartadrep með ST-hækkunum (STEMI) verið rannsakaðar m.t.t. áhættuþátta og meðferðar. Langtímalifun NSTEMI og STEMI sjúklinga hefur ekki verið skoðuð á Íslandi. Markmið þessarrar rannsóknar er að bera saman 5 ára lifun einstaklinga sem greindust með STEMI eða NSTEMI árið 2006 og skoða áhrif áhættuþátta á lifun.
  Efniviður og aðferðir: Einstaklingar voru fundnir í Sögukerfi Landspítalans með ICD-kóðum fyrir STEMI (I21, I21.9 (410)) og NSTEMI (I21.4). Alls voru 447 einstaklingar valdir, þar af 280 greindir með NSTEMI og 167 með STEMI. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru teknir saman samkvæmt skráningum í Sögukerfi Landspítalans. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Endurinnlagnir vegna hjartadreps, hvikullar hjartaangar og hjartabilunar voru skráðar sem samsettur endapunktur.
  Niðurstöður: Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Að 5 árum liðnum voru 51,4%(95% CI: 45,9-57,6) NSTEMI sjúklinga á lífi og 76,6%(70,5-83,3) STEMI sjúklinga á lífi (logrank: p<0,01). Meðalaldur NSTEMI var 69,9 ára (95% CI: 67,9-71,9) meðal karla og 78,3 ára (76,5-80,3) hjá konum (p<0,01). Meðalaldur STEMI var 63,1 ára (60,7-65,4) hjá körlum og 70,4 ára (66,9-73,9) hjá konum (p<0,01). Aukning um hvert aldursár jók dánartíðni á tímabilinu um 10% fyrir NSTEMI (leiðrétt HR=1,10. p<0,01) og 12% fyrir STEMI (leiðrétt HR=1,12. p<0,01). Sykursýki jók áhættu á andláti árið 2006 um 136% meðal STEMI sjúklinga (p=0,04).
  Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri
  langtímahorfur en karlar. Langtímalifun eftir bráðakransæðastíflu skýrist mest af aldri, eldri sjúklingum vegnar verst. Langtímalifun NSTEMI sjúklinga var verri en lifun STEMI sjúklinga þrátt fyrir aldursleiðréttingu.

Samþykkt: 
 • 19.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarLogi_bsritgerd (1).pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna