is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22108

Titill: 
 • Förum út í Ústí : þátttökuverk unnið með 9-12 ára nemendum í Tékklandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meistaraverkefnið Förum út í Ústí var unnið í Ústí nad Labem í Tékklandi með tékkneskum nemendum á aldrinum 9-12 ára. Verkefnið er byggt á hugmyndafræði grenndarkennslu, gagnrýninnar kennslufræði og listsköpunar með það að markmiði að stuðla að frjálsri listsköpun nemenda og hjálpa þeim að finna sína rödd. Í verkefninu læra þátttakendur að þekkja og virða lífsreynslu annarra og stuðla þannig að framþróun í þágu fjöldans.
  Förum út í Ústí leggur bæði áherslu á menntun til sjálfbærni og lýðræðislegar aðferðir þar sem nemendur deila ábyrgð og þeim er treyst til þess leysa saman verkefni tengd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem þeir geta tengt við eigið líf og samfélagið sem þeir lifa og hrærast í. Í anda gagnrýnnar kennslufræði íhuga þátttakendur félagslega stöðu sína í samfélaginu, því aðeins með þeim hætti gæti verkefnið haft jákvæð áhrif á samfélagið. Sem virkir samfélagsþegnar öðlast fólk forsendur til að leggja sitt af mörkum til framþróunar í heiminum.
  Í verkefninu er ég skipuleggjandi og skapa aðstæður til frjálsrar þátttöku. Unnið er með heimatilbúin tjöld sem hvítan striga og mála nemendur á þau út frá spurningum og óskum sem vakna upp í hugmyndavinnuferli. Hlutverk mitt er bæði að vera kennari og listamaður sem skipuleggur tjöldin og efniviðinn sem unnið verður með. Þátttakendurnir í verkinu leika lykilhlutverk í sköpuninni þar sem þeir vinna stóran hluta af verkinu út frá sínu áhugasviði og þeim þáttum í samfélaginu sem þeim finnst mikilvægt að benda á.

 • Útdráttur er á ensku

  The master’s project Let's go out in Ústí takes place in Ústí nad Labem with 9-12 year old Czech students. The project is based on the ideology of place-based education and critical pedagogy combined with art creation. The goal is to encourage uninhibited art creation by the students and to help them find their voice. The project's participants will learn to recognize and respect the experience of others and so contribute to a positive development of the community.
  Let's go out in Ústí emphasizes both education for sustainable development and democratic methods. The students will share responsibilities and are entrusted with solving the task before them together where they can make connections to their own lives and the community they live in. In the spirit of critical pedagogy, the project's participants will consider and reflect on their social stand in the community. Only by doing this will we start to see a positive effect on the community; it is only as active participants in the community that people find the grounds to give rise to a positive development in the world.
  The art creation will be participatory. I will be the project's organizer and create circumstances for inhibited participation. We will work with homemade tents that serve as a blank canvas. The students will paint whatever questions or wishes come up in the brainstorming process. My role is both as a teacher and an artist who organizes the tents and the materials that will be used. The participants play a critical role in the creative process as they work, for the most part, from their own field of interest and the issues in their community that they feel is important to address.

Samþykkt: 
 • 22.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvaBrá-M.A.verkefni.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna