is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22109

Titill: 
 • Vöxtur minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Lífslíkur fyrirbura hafa aukist á síðustu árum og framfarir í nýburalækningum hafa gert það að verkum að nú er hægt að bjarga fyrirburum allt niður í 23 vikna meðgöngu. Það hefur því orðið til nýr sjúklingahópur sem samanstendur af mjög léttum fyrirburum (e. extremely low birthweight infants, ELBW infants). Rannsóknir hafa sýnt að það tekur fyrirbura lengri tíma en fullbura að byrja að vaxa utan lífmóður og eftir því sem fæðingarþyngd fyrirbura er lægri þeim mun meiri líkur eru á vaxtarskerðingu utan lífmóður (e. extrauterine growth restriction, EUGR).
  Markmið þessarar rannsóknar var að svara eftirfarandi spurningum:
  1. Hvernig er vöxtur minnstu fyrirburanna fram til grunnskólaaldurs?
  2. Hvaða þættir spá best fyrir um vöxt þeirra?
  Efniviður og aðferðir: Gerð var aftursýn rannsókn þar sem vöxtur minnstu fyrirburanna fram til sex ára aldurs var skoðaður með tilliti til ýmissa þátta. Skoðaðir voru fyrirburar sem fæddust á Íslandi á árunum 1988-2012 og vógu 1000 g eða minna við fæðingu. Fyrirburarnir voru fundnir í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins og upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám fyrirburanna, mæðraskrám og úr vaxtargögnum frá heilsugæslustöðvum.
  Niðurstöður: Alls voru 194 fyrirburar í rannsóknarhópnum. Af þeim voru 29% vaxtarskertir við fæðingu. Við 2 ára aldur voru 59% barnanna þyngdarvaxtarskert og 35% lengdarvaxtarskert. Við 6 ára aldur voru 29% barnanna þyngdarvaxtarskert og 22% lengdarvaxtarskert. Þeir þættir sem spáðu best fyrir um vöxt barnanna voru þyngd og lengd við fæðingu, 2 vikna aldur og aldur sem samsvarar 32 vikna meðgöngulengd, vaxtarskerðing við fæðingu og vefmeyra í hvíta efni heilans (e. periventricular leukomalacia, PVL). Vaxtarskerðing við 2 ára og 6 ára aldur jókst í öfugu hlutfalli við þyngd og lengd við fæðingu (p<0.05). Við 2 ára aldur voru 51% þeirra barna sem ekki fæddust vaxtarskert orðin þyngdarvaxtarskert. Þau börn sem voru vaxtarskert við fæðingu voru þó líklegri til að vera þyngdarvaxtarskert við 2 ára aldur heldur en börn sem ekki fæddust vaxtarskert (p<0.05).
  Ályktanir: Vaxtarskerðing utan lífmóður er algengt vandamál meðal minnstu fyrirburanna. Það er því mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel með vexti þeirra. Þeir þættir sem spá fyrir um vöxt þeirra á fyrstu árum eru þyngd og lengd við fæðingu, 2 vikna aldur og aldur sem samsvarar 32 vikna meðgöngulengd, vaxtarskerðing við fæðingu og PVL.

Samþykkt: 
 • 22.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSBrietEinarsdottir.pdf6.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna