is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2211

Titill: 
 • Sameindaræktun í byggi (Hordeum vulgare L.) í stýrðri vatnsrækt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Svokölluð sameindaræktun hefur rutt sér til rúms undanfarin ár sem ný leið til að
  framleiða erfðatækniprótein fyrir rannsóknir, lyf og iðnað. ORF Líftækni hf hefur m.a.
  þróað nýstárlegt kerfi, Orfeus ™, fyrir framleiðslu á vaxtarþáttum í byggi sem eru m.a.
  notaðir í læknisrannsóknir, frumuræktir og lyf. Með bættri erfðatækni, m.a. vali á
  öflugum stýrlum, má oft auka tjáningu á erfðatæknipróteininu (e. recombinant protein) í
  sameindaræktun en ýmislegt bendir til að hægt sé að auka magn þess enn frekar með
  ræktunarstýringu. Rannsóknarspurningar þessa verkefnis eru tvær: Í fyrsta lagi hvort
  hægt sé að auka afurð sameindaræktunar með ræktunarstýringu (Tilraun 1), og í öðru
  lagi hversu vefjasértækur í tíma og rúmi D-hordein stýrillinn, sem OrfeusTM kerfið nýtir,
  er við þessar aðstæður (Tilraun 2). Til að fá svör við þessum spurningum var
  erfðatæknibygg, sem framleiðir vaxtarþáttinn G-CSF úr manni, ræktað við mismunandi
  útfærslur í vatnsrækt. Kannað var hvort að þrjár mismunandi útfærslur hefðu áhrif á 1)
  uppskeru, mælt í fjölda fræja á flatareiningu 2) kynslóðartíma og 3) magn
  vaxtarþáttarins á fermeter ræktunarrýmis (Tilraun 1). Vefjasértækni D-hordein stýrilsins
  í tíma og rúmi var könnuð með mælingum á magni vaxtarþáttar í mismunandi vefjum
  (G-CSF), magni vaxtarþáttar (G-CSF og M-CSF) á fermeter m.t.t. þroska plantna en
  einnig hvort hægt væri að greina seytingu vaxtarþáttar (G-CSF) út í næringarlausn
  vatnsræktarinnar (Tilraun 2). Niðurstöður benda til þess að næringargjöf út
  vaxtartímann auki uppskeru byggs en lengi kynslóðartímann um a.m.k. tvær vikur.
  Magn G-CSF mældist mest við 35 daga eftir frjóvgun (Zadok stig ~84), eða áður en fræ
  hefur náð fullum þroska. G-CSF fannst í mjög litlu magni í blöðum, rótum og stönglum,
  en allt að 26 þúsund sinnum meiri styrkur mældist í fræi sem undirstrikar sterka
  vefjasértækni D-hordein stýrilsins. Með þessu verkefni hefur skilningur okkar aukist á sameindaræktun og samspili ræktunaraðstæðna og erfðatækni þar sem gen eru tjáð undir
  stjórn D-hordein stýrilsins í byggi.

Samþykkt: 
 • 15.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adalheidur_Einarsdottir_fixed.pdf4.34 MBLokaðurHeildartextiPDF