is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed, M.Mus.Ed) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22110

Titill: 
  • Lýðræði, jafnrétti, systkinalag! : listrænt ferli þar sem nemendur skapa og setja upp sýningu í sameiningu undir handleiðslu kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefnið Lýðræði, Jafnrétti, Systkinalag er 10 eininga verkefni sem ég framkvæmdi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Verkefnið snerist um að setja upp söngleik með hópi nemenda við skólann í samstarfi við tónlistarstýru. Verkið var skapað með aðferð sem kallast samsköpun (e. devised) en þá skapar leikhópurinn verkið í sameiningu. Í ferlinu studdist ég við fjölbreytta kennsluhætti til að miða námið að þeim einstaklingum sem hópurinn samanstóð af og byggði nálgun mína á kennslunni á félagslegri hugsmíðahyggju.
    Í Aðalnámskrá framhaldsskóla eru engar skýrar kröfur um að leiklist eigi að vera kennd á því skólastigi. Því er það undir hverjum skóla komið hvort og þá hvernig leiklist er kennd í skólanum. Í mínu verkefni studdist ég því við grunnþættina sex sem finna má í Aðalnámskrá með áherslu á lýðræði og sköpun.
    Tilgangurinn með verkefninu var að setja upp leiksýningu og skoða hvernig slíkt ferli virkar þegar kennari beitir aðferðum einstaklingsbundins náms og félagslegri hugsmíðahyggju. Í verkefninu vildi ég skoða hvernig aðferðirnar virka í sambandi við samsköpun, hvaða kosti þær fela í sér og hvaða vandamál gætu komið upp.

  • Útdráttur er á ensku

    Liberty, Equality, Frarority is a 10 credit project that I executed at The Comprehensive Secondary School at Ármúli. The aim of the project was to stage a musical with a group of students at the school in co-operation with a musical director. The piece was devised by the group, meaning they created it together with my and the musical director's assistance. During the process I utilised diverse teaching methods with the purpose of tailoring the learning to each students' abilities, an approach supported by social constructivist theory.
    Iceland's National Curriculum for secondary learning does not state that theatre should be taught at secondary level schools. Therefore, it is up to each school if, and then how, they wish to teach theatre. In my project I supported my approach to teaching drama by referring to the National Curriculum's six basic elements: health and well-being; equality; sustainability; creativity; democracy and human rights; and literacy. Out of these six I shaped my instructional methods primarily around the elements of democracy and creativity.
    The purpose of executing the project was to examine how individualised instruction and social constructivist approach works in the context of creating a musical. Through the project, I wanted to study and analyse how these teaching methods work when devising a production with secondary level students and what strengths and weaknesses each instructional method presents. 

Samþykkt: 
  • 22.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sumarlidi_Meistararitgerd_Skemman.pdf1,01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna