is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22116

Titill: 
  • Aðgengi grunnskólabarna að tónlist og tónlistariðkun í nýjustu hverfum Kópavogs : rannsókn meðal valinna einstaklinga og fræðileg umfjöllun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru gerð skil á rannsókn minni á aðgengi grunnskólabarna að tónlist og tónlistariðkun í nýjustu hverfum Kópavogs. Kveikjan að rannsókninni er að enginn tónlistarskóli er staðsettur í umræddum hverfum og, að hér á landi er víða tónmenntakennsla grunnskóla af skornum skammti. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins og þar búa rúmlega 32 þúsund íbúar. Í umræddum hverfum eru tveir grunnskólar með yfir 1200 nemendur samtals. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað um rannsóknir og skrif fræðimanna sem sýna fram á að tónlist auðgar einstaklinginn á ýmsa vegu. Því er mikilvægt að hafa gott aðgengi að þessari mikilvægu stoð í samfélaginu. Til rannsóknar er annars vegar tónmenntakennsla í Hörðuvalla- og Vatnsendaskóla og hins vegar aðgengi að tónlistarskólum í bænum. Um tvær ólíkar stofnanir er að ræða, grunnskólar og tónlistarskólar, og eru því starfshættir þeirra skoðaðir eins og þeir birtast í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og Aðalnámskrá tónlistarskóla 2000. Undirstaða rannsóknarinnar eru viðtöl sem ég tók meðal valinna einstaklinga sem allir tengjast rannsóknarspurningunni. Niðurstöður viðtala sýna fram á að færri nemendur komast að en vilja vegna fjöldatakmarkanna inn í tónlistarskólanna og, af þeim nemendum sem skráðir eru í tónlistarskólanna koma áberandi fæstir úr umræddum hverfum. Ástæða þess er lélegt aðgengi þar sem enginn tónlistarskóli er staðsettur í svæðinu og er því mikið ójafnvægi í bænum meðal barna sem vilja sækja formlegt tónlistarnám. Það er bót í máli að tónmenntakennsla í skólunum er góð en þó sýna niðurstöður að sérstaklega slæmt aðgengi er fyrir unglinga í Vatnsendaskóla að tónlist þar sem engin tónmennt er kennd á unglingastigi og langt er í næsta tónlistarskóla.

Samþykkt: 
  • 22.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Haukur Gylfason.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna