is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22117

Titill: 
 • Leikin tunga - tunga í eyra : um hagnýtingu kennslufræði leiklistar í tungumálanámi - hljóðhandrit.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur verkefnisins var að rannsaka samþættingu leiklistar og tungumálanáms. Eitt af markmiðunum var að grafast fyrir um leikrænar sviðsetningar í tungumálanámi, að átta sig á umfangi þessarar aðferðafræði og skilgreina þá þætti sem máli skipta. Því til viðbótar var gerð tilraun með tiltekna kennsluaðferð sem nýta má í samþættingu leiklistar og tungumála á öllum skólastigum.
  Í allri stefnumörkun íslenskra menntayfirvalda er mikil áhersla á listgreinar og töluverður vilji í þá átt innan skólakerfisins en um leið er ljóst að ýmsar hindranir eru í vegi slíkrar stefnu. Mikilvægt er að átta sig á þeim leiðum sem þegar hafa verið farnar og eru til staðar til að vinna þessari stefnu framgang, í samhengi við þann raunveruleika sem skólakerfið og samfélagið býr við. Í þeim raunveruleika þarf mikið að gerast til að leiklist eigi sér sjálfstæðan samastað þó margir hinir eftirsóttustu eiginleikar manneskjunnar eigi þar kjörlendi til vaxtar og þroska. Með samþættingu leiklistar og tungumála gefst tækifæri til að vinna með þætti sem vilja verða útundan í hefðbundnara tungumálanámi. Um leið gefst tungumálanemandanum færi á persónulegum vexti á flestum sviðum.
  Mikið hefur verið rannsakað og ritað um samþættingu leiklistar og tungumála en tiltekin nálgun þótti forvitnileg og ástæða til að skoða betur. Sú nálgun felur í sér að til viðbótar hefðbundnum tækjum og ferlum leikrænnar sviðsetningar er notað svonefnt hljóðhandrit (sbr. hljóðbók), nemendum til stuðnings. Gerð var tilraun með þessa kennsluaðferð á unglingastigi grunnskóla. Niðurstöður benda til þess að hún geti haft mikið að segja um möguleika nemenda á að ná tökum á hinni virku hlið tungumálsins: að tala á framandi tungu.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the project was to research cross-disciplinary approaches to drama and language education. One of its objectives was to explore performance staging in language education, to understand the extent to which it might be used and to define its core elements. In addition, an experiment was conducted using a teaching method applicable to a cross-disciplinary approach to drama and language teaching at all levels of the education system.
  Current educational policies place great emphasis on the arts and the school system as a whole has demonstrated good intentions in that regard, but at the same time it is clear that significant obstacles remain. It is important to understand existing and already tested means to support such policies in the context of present realities within the school system and society in general. Great changes are needed if this context is to evolve to provide a safe and independent position for drama even if drama offers obvious and significant opportunities for personal growth and development. By taking a cross-disciplinary approach to drama and language education an opportunity arises to work on elements that a traditional classroom approach can not offer the language student and at the same time provide him with opportunities for personal growth in most areas.
  A lot of research exists on cross-disciplinary approaches to drama and language education, but the approach chosen was considered interesting and worth exploring further. This approach entails the use of a audio playscript in addition to the traditional tools and processes of performance staging. An experiment using this method at the secondary level indicates that it can have a considerable impact on students’ abilities to master the active aspect of a spoken language, i.e. to speak in a foreign language.

Samþykkt: 
 • 22.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikin_tunga_tunga_i_eyra.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna