Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22119
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort börn í heilsuleikskólum stæðu betur í hreyfiþroska en börn í leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum. Lagt var upp með fjögur markmið til viðbótar. Í fyrsta lagi var kannað hvort börn í heilsuleikskólum stunduðu frekar skipulagða hreyfingu utan leikskóla, í öðru lagi hvort börn í heilsuleikskólum fengju meiri hreyfingu á leikskólatíma, í þriðja lagi hvort munur væri á þátttöku foreldra í skipulagðri hreyfingu og á tímalengd og ákefð daglegrar hreyfingar þeirra á milli hópa og í fjórða lagi hvort munur væri á menntun foreldra á milli hópa barna.
Aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þverskurðarrannsókn og var notast við lagskipt tilviljunarúrtak við öflun þátttakenda í hana. Prófuð voru 44 börn á lokaári í leikskóla, það er 22 börn (55% stúlkur) úr sex heilsuleikskólum og 22 börn (55% stúlkur) úr sex samanburðarleikskólum. Prófanir fóru fram á Æfingastöðinni í Reykjavík í apríl til júlí 2014. Hreyfiþroski var metinn með Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency, Second Edition (BOT-2) hreyfifærniprófinu. Lagðir voru fyrir þeir fimm prófhlutar þess sem innihalda grófhreyfingar, það er samhæfing hægri og vinstri hliðar líkama, jafnvægi, hlaupahraði og snerpa, samhæfing handleggja og handa og styrkur. Niðurstöður voru reiknaðar út fyrir bæði prófhlutana fimm og þau tvö hreyfisvið sem fjórir þeirra mynda. Foreldrar svöruðu spurningalista um hreyfingu barna sinna utan leikskóla, þátttöku sína í skipulagðri hreyfingu, tímalengd og ákefð daglegrar hreyfingar sinnar og menntun. Leikskólastjórar svöruðu auk þess spurningalista um hreyfingu barna innan síns leikskóla.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að ekki var munur á hreyfiþroska hópanna, hvorki í prófhlutum (p = 0,47-0,97) né hreyfisviðum (p = 0,71 og 0,97) BOT-2. Aðrar niðurstöður sýndu engan mun á þátttöku hópanna í skipulagðri hreyfingu utan leikskóla (p = 1,00). Vísbendingar sáust um að börn í heilsuleikskólum notuðu frekar virkan ferðamáta til og frá leikskóla en munurinn var ekki marktækur
(p = 0,09). Hvorki mældist munur á þeirri hreyfingu sem börnin fengu í leikskólum sínum (p = 0,29-1,00) né á þátttöku í skipulagðri hreyfingu (p = 0,53 og 1,00), tímalengd og ákefð daglegrar hreyfingar
(p = 0,47 og 0,76) eða menntun (p = 0,23-0,93) foreldra á milli hópa barna. Niðurstöður sýndu að langflest barnanna mældust með hreyfiþroska innan meðalgetu og að 79,5% þeirra stunduðu skipulagða hreyfingu utan leikskóla.
Ályktun: Niðurstöður benda til að ekki sé munur á hreyfiþroska barna í heilsuleikskólum og leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum og að leikskólarnir sinni hreyfiuppeldi á sambærilegan hátt. Auk þess virðast foreldrar barna í báðum hópum vera meðvitaðir um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu barna sinna.
Aim: The aim of the study was to compare motor development of children attending health oriented kindergartens and children attending kindergartens following other rearing and educational policies. The study had four secondary aims; firstly to study whether children attending health oriented kindergartens were more likely to participate in organized activities outside the kindergarten, secondly whether children attending health oriented kindergartens were more active during kindergarten hours, thirdly whether there was a difference in parents’ organized physical activity and frequency and intensity of daily activity between the two groups, and fourthly whether there was a difference in the parents’ education level.
Methods: The study was a descriptive cross-sectional study and the sample was assessed by a stratified random sampling. Forty-four children in their final year of kindergarten were tested, that is 22 children (55% girls) from six health oriented kindergartens and 22 children (55% girls) from six comparison kindergartens. Testing was done at Æfingastöðin in Reykjavík from April to July 2014. The motor development was measured with the Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency, Second Edition (BOT-2). Five subtests measuring gross motor control were administered, that is bilateral coordination, balance, running speed and agility, upper-limb coordination, and strength. Results were computed for both the five subtests and the two motor composites that four of them form. Parents answered a questionnaire about their organized physical activity participation, frequency and intensity of daily activity, education level, and their children‘s organized physical activity outside the kindergarten. The kindergartens‘ principals answered a questionnaire about physical activity levels within their kindergartens.
Results: The main results of the study were that no significant differences were found in motor development between the two groups, neither in subtests (p = 0,47-0,97), nor in motor composite areas (p = 0,71 and 0,97) of the BOT-2. Other results showed no significant difference in the two groups‘ participation in organized physical activity outside the kindergarten (p = 1,00). Indications were that children attending health oriented kindergartens were more likely to use active commuting to and from the kindergarten but the difference between the groups was not significant (p = 0,09). There was neither any measurable difference in activity during kindergarten hours (p = 0,29-1,00), nor in the parents‘ organized physical activity (p = 0,53 and 1,00), frequency and intensity of their daily activity (p = 0,47 and 0,76), or education level (p = 0,23-0,93). Results showed that motor development of the majority of children measured within average and that 79,5% took part in organized physical activity outside the kindergarten.
Conclusion: Results indicate that no significant difference in motor development is present between children attending health oriented kindergartens and children attending kindergartens following other rearing and educational policies. Results also indicate that physical activity during kindergarten hours appears to be comparable between kindergartens. Furthermore, parents of children in both groups seem aware of the importance of physical activity for their children’s health.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðin - lokaútgáfa.pdf | 1,21 MB | Open | Heildartexti | View/Open |