en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22120

Title: 
  • Title is in Icelandic Árangur aðgerða við ósæðargúlum í brjóstholi á Íslandi 2000-2014
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Ósæðargúll í brjóstholi er sjaldgæfur sjúkdómur sem getur haft lífshættulegar afleiðingar ef hann rofnar. Aðgerðir á ósæðargúlum eru því gerðar í fyrirbyggjandi skyni og sjúklingar oft einkennalausir þegar þeir gangast undir aðgerð. Aðgerðartæknin er ólík eftir staðsetningu gúlsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða með tilliti til snemmkominna fylgikvilla, skurðdauða og langtíma lifunar en það hefur ekki verið tekið saman áður á Íslandi.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 125 sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna ósæðargúls á Landspítala á árunum 2000-2014. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og var breytum sem tengdust fyrri heilsufarssögu, aðgerðartengdum þáttum og fylgikvillum safnað saman í gagnagrunn. Notast var við forritið Microsoft Office Excel fyrir gagnagrunninn en tölfræðiúrvinnsla var unnin í forritinu RStudio. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en meðaltal eftirfylgdar var 5,16 ár.
    Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 61,8 ár. Fyrri heilsufarssaga var borin saman milli kynja og var eini marktæki munurinn tíðni tvíblöðku ósæðarloku (57% hjá körlum á móti 27% hjá konum, p=0,004). Rétt um helmingur sjúklinga eða 61 (50%) voru einkennalausir frá sínum ósæðargúl en 36 (29%) voru með einhver einkenni hjartabilunar vegna ósæðarlokuþrengsla. Aðrir höfðu einkenni eins og brjóstverki, verk í baki eða kvið. Meðalstærð ósæðargúlanna var 58 mm og algengasta staðsetningin var á rishluta ósæðar með víkkun niður í ósæðarrót (48%). Algengasta tegund aðgerðar voru rótarskipti með lífrænni loku en alls voru framkvæmdar 28 slíkar aðgerðir á tímabilinu. Tíðni fylgikvilla var 64,2% og af þeim hlutu 31,7% alvarlega fylgikvilla og 3,3% sjúklinga fengu heilablóðfall eftir aðgerð. Alls létust 7 sjúklingar (5,6%) innan 30 daga frá aðgerð en 1-árs og 5-ára lifun var 90,8% og 81,9%.
    Ályktanir: Árangur aðgerða við ósæðargúlum í brjóstholi á Íslandi er sambærilegur við erlendar rannsóknir. Tíðni fylgikvilla var nokkuð há en tíðni heilablóðfalla var lág en það er fylgikvilli sem oft veldur áhyggjum, sérstaklega í aðgerðum þar sem átt er við ósæðarbogann. 30 daga dánartíðnin fór lækkandi milli tímabila þó svo að munurinn hafi ekki verið tölfræðilega marktækur.

Accepted: 
  • Jun 22, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22120


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
helgabbrynjarsdottir_lokaverkefni.pdf1.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open