Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22122
Kynferðisofbeldi í æsku er áfall sem getur fylgt einstaklingnum ef ekki er unnið með það. Það getur haft margvíslegar líkamlegar, andlegar og félagslegar afleiðingar í för með sér fyrir þolanda. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi upplifa vanlíðan, sýna andleg og líkamleg heilsufarsvandamál og þróa jafnvel með sér hugrof. Á fullorðinsárum geta komið fram ýmis líkamleg, andleg og félagsleg vandamál, líkt og áhættuhegðun í kynlífi, átraskanir, þunglyndi, kvíði, sjálfskaðandi hegðun og áfallastreituröskun. Rannsóknir sýna að ef unnið er með áfallið getur líkamleg og andleg vanlíðan minnkað í kjölfarið. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skilja sögu konu er sætti kynferðisofbeldi í æsku og upplifði margskonar líkamleg og andleg vandamál í kjölfarið, allt þar til hún fór að vinna með brotin gegn sér. Saga hennar var skoðuð með það í huga að sjá tengingu á milli vanlíðan hennar og ofbeldisins, jafnframt að skoða hvaða leiðir hún notaði til að vinna úr ofbeldinu og hvaða áhrif sú vinna hafði á líkamlega og andlega líðan hennar. Rannsóknaraðferðin var eigindleg lífssögurannsókn, sem byggist á skilnings hugtaki Max Weber „Verstehen“. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það áfall sem orsakast af kynferðisofbeldi í æsku hefur mjög alvarlegar afleiðingar. Rannsókninni var skipt niður í fimm meginþemu: 1. Kynferðisofbeldið, þar sem sögumaður lýsir upplifun sinni af ofbeldinu. 2. Eineltið, þar sem sögumaður fer yfir líðan sína í barnæsku og á unglingsárum. 3. Heilsufarsvandamál, þar sem sögumaður lýsir þeim heilsufarsvandamálum er hrjáðu hann frá barnsaldri og fram á fullorðins ár. 4. Úrvinnslan, þar sem sögumaður lýsir því hvernig hann fór að takast á við þau líkamleg einkenni er hrjáðu hann með heildrænum aðferðum. 5. Það sem ferlið hefur fært mér, þar sem sögumaður lýsir því hvaða áhrif það hafði á líkamlega og andlega heilsu hans að vinna með kynferðisofbeldið er hann sætti í æsku. Rannsóknin sýnir að heildræn nálgun í meðferðum, þar sem einstaklingurinn er skoðaður sem líkamleg-, andleg- og félagsleg vera, getur skipt sköpun í vinnslu með áföll líkt og eftir kynferðisofbeldi.
Being a victim of sexual abuse in childhood can traumatize the individual in such a way that, if untreated, can have variable physical, mental and social consequences for the victim. Studies show that children who become victims of sexual abuse, experience unhappiness, develop mental and physical health issues and even a disassociated state. In their adult years, they can develop various physical, mental and social issues, such as risky sexual behavior, eating disorders, depression, anxiety, injuring themselves and PTSD. Studies have shown that if the trauma is treated, the mental and physical symptoms can be reduced. The purpose of this research project was to understand one’s woman narrative who was the victim of sexual abuse as a child and experienced varied physical and mental problems until she started the process of working through her experiences. Her story was processed with the goal of spotting the link between her illnesses and the violence done against her and also to investigate the procedures she used to process the violence and what effects those procedures had on her physical and mental health. The research method was a qualitative narrative inquire which is based on Max Weber‘s understanding concept „Verstehen“. The conclusions show that the trauma caused by sexual abuse has very serious repercussions. The research is divided into 5 parts: 1. Sexual abuse, where the subject describes the violence. 2. Bullying, where the subject describes how she felt growing up. 3. Health issues, where the subject describes the health problems that have followed her from childhood into adulthood. 4. Processing, where the subject describes how she started to treat her physical problems using holistic methods. 5. What has this given me, where the subject describes how the work she did in processing the abuse she suffered, impacted her physical and mental health. The study showed that holistic approach to the treatment, where the individual is seen as a physical, mental and social being, can be instrumental in processing trauma, such as sexual abuse.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skilningurinn gerir mig frjálsa.pdf | 519.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |