is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22127

Titill: 
 • Tónsmíðar sem kennslutæki : leit að nýrri nálgun á grunn- og miðstigi píanónáms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur starfendarannsóknar minnar var að eignast veganesti til framtíðar sem píanókennari sem vill nýta tónsmíðar sem kennslutæki á grunn- og miðstigi hljóðfæranáms. Við innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár tónlistarskóla árið 2000 urðu kaflaskil í hljóðfærakennslu á Íslandi því að lögð var áhersla á svokallað skapandi starf í hljóðfæra- og tónfræðinámi í fyrsta sinn. Sú áhersla birtist meðal annars í eftirfarandi leikni- og skilningsmarkmiði aðalnámskrár: að nemendur læri og þjálfist í að setja saman hefðbundnar eða óhefðbundnar tónsmíðar. Hvatinn að rannsókn minni er þörf mín fyrir verkfæri sem hjálpa mér við að aðlaga kennslu mína að breyttu hlutverki og aðstæðum á nýrri öld. Rannsókn mín var tvíþætt því að ég skoðaði fortíð og nútíð með það að markmiði að undirbúa framtíð. Ég stóð fyrir fjórum tilraunasmiðjum haustið 2014 þar sem fjögur tónverk voru unnin af níu nemendum og flutt á tónleikum. Ég greindi ferli þeirrar vinnu sem og lokaafurð, bar saman við fyrri tónsmíðar nemenda minna með það fyrir augum að greina hlutverk mitt og verkfæri.
  Ég sæki mína fræðilegu jörð til kenninga hugsmíðahyggju og skoða hlutverk kennarans, mátt samtalsins í skapandi námi og geri grein fyrir kennsluaðferð Jóhönnu M. Roels píanókennara í tónsmíðavinnu með hljóðfæranemendum. Árið 2011 kynntist ég fyrst kennsluaðferð hennar og með námi mínu í listkennsludeild Listaháskóla Íslands fékk ég tækifæri, vorið 2014, til að dvelja hjá henni og dýpka skilning minn. Með rannsókn minni hef ég eignast nýtt sjónarhorn á tónsmíðar sem kennslutæki. Ein meginniðurstaða mín er að samtal í samfélagi myndi kjarna skapandi náms. Að vinna út frá þeirri áherslu breytir viðteknum venjum hljóðfæranáms og ögrar því valdajafnvægi þess. Því tel ég að mitt mikilvægasta verkfæri í tónsmíðavinnu sé samtal og greining.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of my action research was to acquire provisions for the future as a piano teacher who wants to apply compositions as a teaching tool in Elementary and Intermediate levels of learning the piano. The adoption of a national music curriculum in 2000 made a turning point in instrumental teaching in Iceland because for the first time emphasis was placed on the role of creativity in instrumental music education. One of the aims, goals and objectives of the current music curriculum is to train the music student in compositional work both in traditional and non-traditional ways. The impetus for my research was my need for teaching tools that help me to adapt to my changed role as a teacher in a new century. In my research I looked at the past and the present with the objective of preparing the future. I organized four workshops in the fall of 2014 where nine children worked on their compositions and performed a final concert. In this action research I analysed the process and the composition of every workshop, my earlier work with students’ compositions and defined my role in the creative process.
  The theoretical basis of my research is based on constructivism, I look at the role of the teacher, the power of conversation in creative education and describe the teaching method of Johanna M. Roels piano teacher on composing with children. I came to know of her teaching method in 2011 and with the help of Iceland Academy of the Arts, I got the opportunity to visit her in the spring 2014 and deepen my understanding of her approach. My research has given me a new angel of looking at composition as a teaching tool. One of my conclusions is that the dialogue in community forms the core of creative learning. With that perspective established norms in instrumental teaching alters and challenges its balance. Therefore I consider dialogue and analysis to be my most important tools in compositional work with children.

Samþykkt: 
 • 23.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey+K.+Tónsmíðar+sem+kennslutæki.2 (1).pdf987.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna