Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22128
Boggan, námskeiðabókunarkerfi fyrir Slysavarnaskóla Sjómanna, er lokaverkefni okkar hjá Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Kerfið leysir af hólmi eldra kerfi sem verið hefur í notkun við skólann síðan 1999. Það kerfi var smíðað í Access og var komið til ára sinna og bauð ekki upp á nýjungar sem starfsmenn óskuðu eftir. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að fá hóp frá Háskólanum í Reykjavík til að vinna nýtt veflægt bókunarkerfi sem lokaverkefni. Boggan er veflægt námskeiðabókunarkerfi sem smíðað er ofan á SQL Server gagnagrunn og hægt er að nota það í öllum algengustu vöfrum bæði í borðtölvu og spjaldtölvu.
Megintilgangur bókunarkerfisins er að halda utan um skipulag og skráningar nemenda, öll námskeið í námskrá skólans og uppröðun þeirra í stundaskrá skólans. Í kerfinu eru skráðar mætingar og árangur nemenda ásamt greiðsluupplýsingum. Einnig er hægt að prenta út fjölmargar skýrslur sem varða nemendur og námskeið. Með Boggunni er von okkar að notendaupplifun verði betri, með hraðvirkari grunni og sveigjanlegra kerfi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BogganLokaskyrsla.pdf | 903.08 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Boggan_Skyrslur.pdf | 3.75 MB | Open | Viðauki | View/Open |
Note: Auk lokaskýrslu verkefnisins er með skjalið Boggan_Skyrslur sem inniheldur: Hönnunarskýrslu, Notendahandbók, Rekstrarhandbók og Þróunarhandbók.