is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22129

Titill: 
 • Gleðisamspil : áfangi sem byggir á flutningi, sköpun, frelsi og vali nemenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í Aðalnámskrá tónlistarskóla (2000) er lögð áhersla á að hafa námið fjölbreytt svo það þjóni öllum þeim sem það vilja sækja en tónlistarnám á að vera opið fyrir alla. Einnig kveður aðalnámskrá um aukna áherslu á sköpun, spuna, að spila eftir eyranu og tónsmíðar. Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er áfangi sem var búinn til með það í huga að koma til móts við nemendur í tónlistarskólum og sem svar við þessari auknu áherslu á skapandi þætti.
  Í ritgerðinni er þessum áfanga gerð góð skil en hann ber heitið Gleðisamspil. Hugmyndin að honum varð til við áhorf á sjónvarpsþáttum sem fjölluðu um skapandi tónlistarstarf í menntaskóla. Í stuttu máli byggist hann á útfærslu nemenda á þematengdum verkefnum. Nemendur vinna í hópum eða sem einstaklingar að útfærslu á lögum, sígildum verkum, spuna eða eigin tónsmíðum. Það er greint frá kennsluskipulagi, markmiðum þessa áfanga, kennslugögnum, námsmati, hlutverki kennara og skýrt frá þemunum. Í fræðilega kaflanum er umfjöllun um þá þætti og kenningar sem áfanginn er byggður á.
  Það sem vonast er til með þessari ritgerð er að þessi áfangi, eða sambærilegur áfangi, mun verða í boði fyrir alla þá nemendur sem sækja nám í tónlist og hljóðfæraleik.

 • Útdráttur er á ensku

  It is of great importance that education in music schools is multifaceted and serves all students who enroll there. Music education is for everyone, regardless of the reasons every student has for choosing to learn music. The curriculum in all music school must serve everybody's needs. Furthermore, in the Curriculum of music schools (2000) there is more emphasis on composition, creation, playing by ear and improvisation. The thesis explores a course which is designed to meet these demands.
  The course is called "playing for joy". This idea for the course came from a television show about a creative music program in an American high school. The main emphasis in this course is therefore the creative process. Students work together to create music, after which they preform what they had created for their fellow students. All their work is based upon a theme, but they can decide themselves how to arrange it, for example by playing a classical piece, a pop song, their own composition or perhaps improvisation. Moreover, there will be a thorough description of the course’s structure, its goals, the role of the teacher, its assessment, themes and so forth. Furthermore, there will be a description of the theories and the thesis that the course is based upon.
  The purpose of this essay is to introduce a new course to the music school in Iceland which will hopefully be available soon to all students who seek education in music and are learning to play an instrument.

Samþykkt: 
 • 23.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gleðisamspil. MA. Hrafnhildur Hafliðadóttir..pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna