Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22133
Oturgjöld er frumgerð (e. prototype) af Android hugbúnaði sem nýtir sér nýja tegund þjónustu (HCE) í nýlegum útgáfum af Android (4.4 og síðar). Slík lausn gæti leyst af hólmi núverandi snertilausa þjónustu í farsímum sem byggir á greiðsluupplýsingum í SIM korti notandans með auknum þægindum fyrir notandann og hagræði fyrir kortaútgefanda.
Appið gerir notandanum kleift að borga fyrir vöru og þjónustu með símanum sínum hjá söluaðilum sem taka við snertilausum greiðslum. Einnig getur það sótt gögn um stöðu hvers korts og sótt gögn um færslur.
Verkefnið var unnið í samvinnu við Valitor.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
oturgjold.zip | 6,04 MB | Opinn | Fylgiskjöl | GNU ZIP | Skoða/Opna |
Oturgjöld, lokaskýrsla.pdf | 1,58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Lokaskýrsla og öll fylgiskjöl í zip skrá