is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22137

Titill: 
  • Tunga mín, vertu treg ei á : um algilda og afstæða notkun málhljóða í tónsmíðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skoðaðar eru ólíkar aðferðir nokkurra tónskálda frá síðari hluta 20. aldar, sér í lagi við meðhöndlun þeirra á málhljóðum, á óhlutbundinn hátt, í músíkölsku samhengi. Verk þeirra eru sett í sögulegt samhengi og skoðuð útfrá tækniframförum og vísindalegum uppgötvunum hvers tíma, sem og listrænum ásetningi og hugmyndafræði tónskáldanna. Grunnhugtökum hljóðfræðinnar er beitt til þess að skilgreina skynræna eiginleika sérhljóðanna í tungumálinu og til þess að sýna fram á möguleikana sem í þeim felast. Svo kallaðir formendur eru kynntir til sögunnar og hlutverk þeirra í flestum náttúrulegum hljóðum. Höfundur ritgerðarinnar fjallar um sína nálgun við sérhljóðin í tveimur eigin verka, sem byggist á greiningu ákveðinna ferla formendann í röddinni og hljóðblæsins sem af þeim hlýst. Skoðað verður sérstaklega hvernig þessir ferlar tengjast innbyrðis á algildan hátt og hvernig má svo draga af þeim afleiddar stærðir. Aðferðir sem fela í sér afstæða vinnu með þessar afleiddu stærðir málhljóðanna eru skoðaðar sem dæmi um yfirfærð kerfi sem öðlast nýja merkingu í hliðstæðum músíkölskum veruleika.

Samþykkt: 
  • 23.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-ÖEÞ.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna