is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22138

Titill: 
  • Huggun fyrir hljómsveit : greining á fyrsta hljómsveitarverki Thomas Adès
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrsta verk breska tónskáldsins Thomas Adès fyrir fullskipaða (og stóra) sinfóníu-hljómsveit, ...but all shall be well, samdi hann fyrir áhugamannasveit árið 1993 og var verkið frumflutt árið eftir. Hljóðheimur þess og yfirbragð stingur (a.m.k. örlítið) í stúf við fyrri kammerverk tónskáldsins og vekur því upp spurningar um vísvitandi einföldun á tónsmíðinni og mögulegum afslætti af kröfum til hljóðfæraleikara. Spurningar þær teljast þó ekki til alvarlegra mála þar sem verkið prýðir enn verkalista tónskáldsins og er reglulega flutt af atvinnuhljómsveitum um heim allan.
    ...but all shall be well byggir á einfaldri laglínu og úr henni vinnur tónskáldið hljómrænt umhverfi sem tryggir mjög einkennandi hljómræna áferð. Adès vinnur fjölda hljóma, þ.á.m. tveggja radda sjálfstæða hljóma, á mismunandi tónsvið hljóðfærahópana, og útfærir þá ásamt laglínunni á listilegan máta. Uppbygging verksins má flokka með tilvísun í hið sígilda sónötu-form og inniheldur framsögu, úrvinnslu og ítrekun, auk upphafs- og endakafla. Þessir formkaflar eru unnir á nokkuð hefðbundinn hátt úr fyrrgreindri laglínu og skyldra tónlistarlegra atburða. Í ritgerðinni eru þessir atburðir krufnir og flokkaðir, atburðarrás og form verksins er svo lýst og greint er frá kaflaskilum skv. sónötu-forminu.
    Í lok ritgerðar er stuttlega farið yfir notkun tónskáldsins á hljómsveitinni, hvaða búning tónar og hljómar klæðast, en sá vinkill er næstum óaðskiljanlegur eiginleikum fyrrnefndra tónlistarlegra atburða. Einn veigamesti eiginleiki verksins er dulbúinn einleikur klarinetta á laglínunni sem og frumleg útsetning undirleiks bassahljóðfæra í bæði úrvinnslukafla og hápunkti ítrekunarkafla.

Samþykkt: 
  • 23.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurður Árni Jónsson - BAritgerð.Huggun fyrir hljómsveit.Greining á fyrsta hljómsveitarverki Thomas Ades.2015.pdf490.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna