Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2214
Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig list getur skapað samstöðu á tímum hnattrænnar
hlýnunar. Skoðanamunur um loftlagsbreytingar meðal almennings, stjórnmálamanna
og vísindamanna hefur skapað óvissuástand og erfitt er að sannfæra fólk um
áhrifamátt einstaklingsins sem hluta af hóp. Til þess að hægt sé að hægja á hnattrænni
hlýnun er mikilvægt að eyða þessari vanmáttartilfinningu og skapa samkennd og
samstöðu. Listamenn hafa leiðir til að nálgast vandamálið á skapandi og aðgengilegan
hátt og tjá þannig málefni hnattrænnar hlýnunar á tungumáli sem er skiljanlegra en
flóknar skýrslur vísindamanna. Í ritgerðinni er sérstaklega fjallað um Ólaf Elíasson en
í verkinu Your mobile expectations gerir hann áhorfendur að virkum þátttakendum;
þeir upplifa verkið með öllum líkamanum og finna kuldan ná inn að beini þar sem þeir
skoða verkið í frystiklefa. Ólafur vísar þannig til þeirra afleiðinga sem hnattræn
hlýnun hefur nú þegar haft í för með sér; bráðnun jökla, sem og mögulegra afleiðinga
í fjarlægri framtíð; að ísöld sé framundan. Your mobile expectations er því hnattræn
hlýnun í nýju, skiljanlegra samhengi. Í dag er listamönnum tíðrætt um umhverfismál.
Umhverfislist, og þá sérstaklega „Ecological art“ hefur fengið byr undir báða vængi
með aukinni vitundarvakningu um hnattræna hlýnun. Listamenn þurfa ekki að vera
sérfræðimenntaðir í vísindum loftlagsbreytinga heldur tjá þeir áhrif og afleiðingar
ástandsins og spyrja ekki aðeins. „hvað er að gerast?“ heldur líka „hvernig líður mér
út af því sem er að gerast?“ Með list er hægt að skapa nýja orðræðu bjartsýni og vonar
sem í framhaldinu myndar grunn fyrir áþreifanlegar breytingar. Hvort sem listin er
„góð“ eða „slæm“ vekur hún hjá áhorfandanum viðbrögð og það eru þessi viðbrögð
sem geta breytt heiminum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
list og hnattræn hlýnun - heildartexti_fixed.pdf | 2,22 MB | Lokaður | Heildartexti |