en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22140

Title: 
  • Title is in Icelandic Með arkitektúr að vopni : hlutverk arkitektúrs sem valdatæki zíonista á Vesturbakkanum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í fyrirheitna landinu Palestínu er ófriður, eins og svo oft áður. Palestína spilar stórt hlutverk í mannkynssögunni og hefur verið barist um hana í árþúsundir og hafa ólíkir hópar gert tilkall til hennar. Um miðja tuttugustu öld gerðu zíonistar tilkall til hennar og kröfðust þess að fá að stofna þar þjóðríki gyðinga. Krafa sem alþjóðasamfélagið átti erfitt með að hafna í ljósi þeirra hörmunga sem gyðingar Evrópu þurftu að þola í seinni heimsstyrjöldinni.
    Við stofnun Ísraelsríkis fór Palestína að líkjast þeirri púðurtunnu sem sagan þekkir hana fyrir. Stríð á eftir stríði geisaði um hana og umfang þjóðríkis gyðinga hefur aldrei verið meira. Þeir arabar sem bjuggu í Palestínu við stofnun Ísraels og afkomendur þeirra hafa í gegnum árin barist fyrir því að fá að stofna sitt eigið þjóðríki. Nú, rúmum tuttugu árum eftir að friðarviðræður hófust milli þessara þjóða virðist friður aldrei hafa verið fjarlægari. Umfang landamæra Ísraels virðast sífellt aukast á meðan hernám þeirra á Vesturbakknum og Gazaströndinni þrengir sífellt meira að Palestínumönnum.
    Í þessari ritgerð er saga deilunnar og hlutverk arkitektúrs í átökunum á milli þessara þjóða skoðuð. Farið er yfir helstu birtingarmyndir ofbeldisfullrar byggðarstefnu Ísraels á borð við landtökubyggðir þeirra á Vesturbakkanum, aðskilnaðarmúrinn og notkun þeirra á heilögu myndmáli í arkitektúr sínum. Að lokum verður reynt að svara þeirri spurningu hvort friður sé mögulegur á þeim forsendum sem viðræður hafa einkennst af og hvort það sé yfir höfuð vilji stjórnvalda í Ísrael að lausn fáist í þessari deilu.

Accepted: 
  • Jun 23, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22140


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ba_ritgerd_2015_jonpetur.pdf665,59 kBOpenHeildartextiPDFView/Open