Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22151
Hinn 12. júní 2014 birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins ný reglugerð um markaðssvik nr. 596/2014 (MAR). MAR felur í sér breytingar á markaðssvikaregluverki Evrópusambandsins og fá aðildarríki þess aðlögunarfrest til 3. júlí 2016 til að samræma reglur landsréttar að reglugerðinni. MAR er ætlað að leysa af hólmi eldri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/6/EB (MAD) sem innleidd er í íslensk lög á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn). MAR reglugerðin er merkt EES-tæk (e. EEA relevance) sem felur í sér að hún fellur innan gildissviðs EES-samningsins. Í þessari ritgerð er rannsakað og leitast við að skýra hvort efnisbreytinga sé þörf á ákvæðum 119.-122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.) sem eiga fyrirmynd í MAD verði MAR innleidd í núverandi mynd í íslenskan rétt. Til að svara rannsóknarspurningunni er í öðrum kafla fjallað um hugmyndafræðina að baki reglum XIII. kafla vvl. Sú umfjöllun leiddi í ljós að reglunum er ætlað að vernda fjárfesta, trúverðugleika verðbréfamarkaðar og útgefendur fjármálagerninga. Jafnframt er þeim ætlað að tryggja að fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum sem rökstutt er að sé frumforsenda virkar og eðlilegrar verðmyndunar á skipulegum verðbréfamörkuðum. Í þriðja kafla er vikið að sögulegri þróun reglna um markaðssvik í Evrópurétti og íslenskri löggjöf. Þar er sérstaklega vikið að innleiðingu MAD og útfærslu hennar í ákvæðum 119.-122. gr. vvl. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar eru færð rök fyrir því að veigamiklar breytingar með tilkomu MAR muni hafa áhrif á fyrrnefnd lagaákvæði. Í fjórða kafla er síðan varpað ljósi á endurskoðun MAD sem fram fór á vettvangi Evrópusambandsins til þess að kanna hvaða annmarkar leiddu til gagngerrar endurskoðunar tilskipunarinnar. Í þeirri umfjöllun er jafnframt leitast við að kanna hvort annmarkarnir eigi sér hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Sú greining leiddi í ljós að nokkrir annmarkarnir ættu sér hliðstæðu hérlendis. Í fimmta og síðasta kafla ritgerðarinnar er síðan rannsóknarspurningu höfundar svarað á skipulegan hátt. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að töluverðar breytingar verði að gera á ákvæðum 119.-122. gr. vvl. verði MAR innleidd í óbreyttri mynd í íslenskan rétt.
On June 12, 2014, a new market abuse regulation No 596/2014 (MAR) was published in the Official Journal. MAR is intended to change the market abuse regulatory framework of the European Union and its Member States. MAR will enter into force on 3 July 2016. The Member States are obligated to ensure that their national law comply with MAR on that date. MAR is intended to replace the provisions of Directive 2003/6/EC (MAD) which was implemented into Icelandic law do to the European Economic Area Agreement (EEA Agreement). The MAR regulation is marked EEA relevance which means that its falls within the scope of the EEA Agreement. This essay aims to clarify whether material changes need to be made on Articles 119-122 of the Securities Act No. 108/2007 (Securities Act) which are implemented into Icelandic law do to the MAD directive. To assess this matter the thesis researches in chapter 2 the underlying principles that govern the rules of chapter XIII of the Securities Act: that is the reason why legislation is considered necessary and the objectives it is intended to achieve. The research revealed that the rules are intended to protect investors, the credibility of the securities market and the issuers of financial instruments. They are also intended to ensure that investors have access to all relevant information regarding their financial instruments. Chapter 3 contains a brief discussion of the historical development of the rules under inspection in this thesis in European and Icelandic legislation. That chapter discusses the implementation of the MAD directive in Articles 119-122 of the Securities Act. Following that discussion the chapter argues that major changes with the advent of MAR could easily affect the above mentioned Articles. Chapter 4 provides a discussion on the review of the MAD directive to investigate the shortcomings which led to replacement of the directive by contrast with Icelandic law. The analysis revealed that several shortcomings had counterpart in Iceland. Chapter 5 contains the central point of the thesis. The chapter aims to answer the question whether material changes need to be made on Articles 119-122 of the Securities Act. The main findings of this thesis are that if the MAR regulation will be implemented into Icelandic law considerable changes have to be made by the Icelandic government.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
20150513 Þættir úr MAR.pdf | 925,38 kB | Lokaður til...15.05.2080 | Heildartexti |