Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2216
Í þessari ritgerð er fjallað um upphaf skipulagðrar íþróttastarfsemi á Íslandi. Nefndar eru til sögunnar mögulegar ástæður þess að íþróttirnar og félagsstarf almennt jókst frá 1850 til 1920. Þá er mat lagt á mikilvægi þeirra félaga sem stuðluðu að og hvöttu til íþróttaiðkunar í landinu. Auk þess er greint frá helstu íþróttagreinum sem farið var að stunda á þessum tíma.
Á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar varð hér til fjöldahreyfing sem kenndi sig við
æsku landsins, þ.e.a.s. ungmennafélögin. Íþróttaiðkun var einn þáttur sem áhersla var lögð á hjá þessum félögum en þau létu einnig til sín taka á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Gerð er nánari grein fyrir nokkrum þeim málum sem þessi félagsskapur lét sig varða og fjallað um helstu frumkvöðla að baki honum. Er athyglinni sérstaklega beint að fyrsta félaginu af þessu tagi sem stofnað var á landinu. Til þess að öðlast betri skilning á starfsemi ungmennafélaganna er jafnframt vikið að þeim hugmyndum sem félagsskapurinn byggði á og hvert þær eiga rætur sínar að rekja.
Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 sem kunnugt er en segja má að frelsisbarátta
þjóðarinnar hafi verið efst á baugi í þjóðlífinu allt frá miðri nítjándu öld. Þessi umræða snertiíþróttamenn í landinu líkt og aðra og er komið inn á það með hvaða hætti þeir létu til sín taka í þeim efnum. Loks er litið til þess hvernig menn tengdu ástundun íþrótta við árangur í sjálfstæðismálinu en gjarnan var litið til fornsagnanna í því samhengi.