en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22170

Title: 
  • Title is in Icelandic Náttúruperla í upplausn : Hrunalaug
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á undanförnum árum hefur ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi blómstrað. Í raun má segja að vöxturinn í þessum geira hafi farið fram úr þoli hinna helstu ferðamannastaða sem margir hverjir eru farnir að láta á sjá sökum átroðnings og í mörgum tilfellum slæmrar umgengni. Þetta á bæði við um stóra, fjölfarna staði eins og Þingvelli en einnig um minni svæði sem fyrr á tíð voru að mestu heimsóttir af Íslendingum. Með aukningu erlendra ferðmanna hefur þetta mynstur tekið umtalsverðum breytingum. Í ritgerðinni ræði ég um stað sem er mér mjög hugleikinn, Hrunalaug í Hrunamannahreppi. Þessi fallega laug var fyrr á tíð fáfarinn áningarstaður íslenskra ferðamanna og einstaka erlends ferðamanns, en hefur á undanförnum áratugum orðið sívinsælli. Ásókn á smærri áfangastaði eins og Hrunalaug sem e.t.v. eru ekki í stakk búnir að taka við auknum fjölda gesta vekur upp ýmis álitamál. Í ritgerðinni ræði ég hvernig ástand svæðisins hefur hrörnað sökum álags, og hvernig ég sé fyrir mér að bæta megi úr. Ég ræði nokkrar mögulegar leiðir, meðal annars hvernig nýta mætti annarsvegar náttúrupassann sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið, en einnig hvernig nýta mætti friðlýsingu til verndar slíkra svæða. Áhersla þarf að vera á að staðir á borð við Hrunalaug séu aðgengilegir en jafnframt verndaðir svo þeir haldi gildi sínu um ókomna tíð.

Accepted: 
  • Jun 24, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22170


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_ritgerd_2014_lokautgafa_kristin_gudmundsdottir.pdf1,03 MBOpenHeildartextiPDFView/Open