is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22174

Titill: 
  • Japönsk áhrif : hvernig hefur aldagömul japönsk menning haft áhrif á vestræna tísku?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Japönsk áhrif í vestrænum heimi eru sprottinn úr aldagamalli japanskri mennningu. Allt frá því að siglingarleiðir opnuðust til japönsku eyjarinnar árið 1853 hafa japönsk áhrif birst í straumum og stefnum í hinum vestræna heimi. Listastefnurnar art nouveau og art deco bera þess merki að vera undir áhrifum japanskrar menningu. Hefðbundinn japanskan kimono má rekja til Heian- tímabilsins (794-1192). Einkennandi fyrir hann er einfalt snið og einstakt handbragð. Það þurfti að gera marga kimono á þessum tíma í Japan og varð aðferðin því fljótlega að listgrein. Japanar hafa skreytt kimono í gegnum aldirnar með tjáningum sínum og hafa náð að skapa einstakan textíl með tækni og þróun. Handbragðið sem þeir notast við er gert frá grunni og fyrst er efnið ofið, svo litað, textílprentað og að lokum saumaður útsaumur.
    Hugmyndafræði Japana er einstök og kemur frá trú þeirra, shinto sem eru heilagir andar sem gegna mikilvægu hlutverki í lífinu og umbreytast í náttúrunni eins og vind, rigningu, fjöll, tré, ár og alla frjósemi. Þessi aldagamla hefð lifir í Japönum og bera þeir því mikla virðingu fyrir náttúrunni og sýna það í hefðum og siðum. Japönsk fagurfræði hefur haft mikil áhirf á vestrænar þjóðir á síðastliðnum tvöhundruð árum og notast listamenn og fatahönnuðir enn við hana. Undir lok 19. aldar fór japanskra áhrifa að gæta víða eins og í tísku, vöruhönnun og listum. Enn þann dag í dag fá margir fatahönnuðir innblástur frá Japan en nálgast hann á mismunandi hátt því menning Japana hefur upp á svo margt að bjóða. Japanski hönnuðurinn Rei Kawakubo notast við japanska menningu í sköpun sinni og hefur haft mikil áhrif á vestræna tísku síðan hún kom fram á sjónarsviðið. Dries Van Noten belgíski fatahönnuðurinn er einnig undir japönskum áhrifum í hönnun sinni og skapar fallegan textíl út frá hefðbundnum kimono. Japanar erum með sterka rótgróna menningu og þeir hafa haft áhrif á vestrænar þjóðir í gegnum aldirnar og gera enn. Sökum aldagamlar japanskrar menningar þora Japanar að brjóta um hefðir sínar og siði með afdrifamiklum áhrifum og hafa því haft stórtæk áhrif á vestræna menningu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Halldóra Sif.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna