is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22175

Titill: 
  • Hönnuður án verkfæra er handalaus maður : máttur handverks og tækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Farið er yfir hreyfingar eins og Maker Movement og Open Source sem hafa myndað með sér tækniþróun í hátækni, lágtækni og handverki. Hreyfingarnar sýna fjöldaframleiðslunni hnefann og umbreytingin verður að veruleika. Hönnuðurinn er að nálgast tæknina með nýjungum í framleiðslu og miðlun með því að skapa sitt eigið umhverfi og einkenni. Einng er farið yfir hvaða áhrif hreyfingarnar hafa á framleiðslu miðað við nálgun á efni og hvar framleiðslan fer fram. Iðnaðarvélar verða að „Desktop“ útgáfum með auðveldara aðgengi og því lítur hönnuðurinn til baka með handverksmanninn í huga út frá þekkingu og tækninni að gera sín eigin verkfæri. Hugur og hönd skiptir máli en þar liggur styrkleiki handverksmannsins sem hönnuðurinn tileinkar sér í bland við 3D prentara, leiser skera og CAD hugbúnað. Hönnuðurinn og handverksmaðurinn eru að sameinast og haldast þétt í hendur í Maker Movement og kallast þeir þar „Maker“. Netmiðillinn er notaður til að koma hönnuðinum og hönnun hans á framfæri með því að sýna framleiðsluna til auka áhuga neytandans á ferlinu og þar af leiðandi til að auka virði vörunnar. Á sama tíma fer heimurinn minnkandi með komu Open Source, en þar myndast samtal á milli hönnuða, staðbundinnar framleiðslu og efna, og alþjóðlegra verkfæra og efna.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hönnuður+án+verkfæra+er+handalaus+maður.pdf783.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna