is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22176

Titill: 
  • Broskallinn :)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Broskallinn. Hann virðist hafa heltekið samskipti nútímans. Það líður ekki dagur án þess að maður reki augun í nokkra broskalla. En hvað er broskall? Hverjar eru ástæður þess að við virðumst vilja nota hann í okkar samskiptum. Hvort er broskall emoji eða emoticon, eða er hann bæði?
    Í þessari ritgerð svara ég þessum spurningum. Ég leita aftur í tímann að fyrstu ummerkjum um notkun hans og uppruna hans í tölvumenningu nútímans. Ég skoða samfélagslegar ástæður þess að broskallinum var tekið opnum örmum, ræði skjóta þróun hans og hvernig hann flakkaði á milli menningarheima og varð að alþjóðlegu fyrirbæri. Ég fjalla um það þegar broskallinn var tekinn inn í Unicode staðalinn og styðst þar við eigið viðtal við Michael Everson tungumálasérfræðing sem vinnur hjá Unicode. Ég fjalla um hvernig almenningur taldi Apple vera með kynþáttafordóma í emoji, ástæður sem lágu að baki því og hver lausnin var. Ég velti fyrir mér áhrifum broskallsins á tungumálið og hvort það sé greinanlegur munur á kynslóðum í notkun á brosköllum, núna þegar heil kynslóð vex úr grasi sem hefur ekki lifað án þeirra. Ég leitast við að skilgreina broskallinn sem rittákn og ber hann saman við híróglýfur, hraðritunarkerfin sem notuð voru til að skrá niður mikið af upplýsingum í formi skriftákna á stuttum tíma, myndlýsingar og hefðbundin greinarmerki.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAloka_121214_skemman.pdf840.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna