Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22178
Þegar tækninýjungar á borð við spjaldtölvur komu á markað opnuðust ótal möguleikar tengdir þeim sem okkur óraði ekki fyrir áður fyrr og er útgáfa tímarita ekki þaðan undanskilin. Þó svo að tímarit hafi löngu áður en iPad kom á markað gefið út efni sitt á netinu var lítið um svokölluð rafræn tímarit. Tímarit voru annað hvort gefin út í formi vefsíðna eða sett á internetið í sama umbroti og á prenti nema í PDF formi. Eftir að tímarit fóru að aðlaga sig betur að formi spjaldtölva og taka inn þá möguleika sem bjóðast í hönnun tímarita fyrir spjaldtölvur hófust umræður um fall prentmiðilsins.
Í þessari ritgerð er leitast eftir því að finna út hvort að prentuð tímarit tilheyra fortíðinni eða hvort að þau séu í raun og veru ekki útdauð eins og svo margir virðast halda. Margir telja að lítið pláss sé fyrir prentuð tímart á okkar tímum þar sem tækni er einn helsti áhrifavaldur neyslumynsturs okkar.
Hinsvegar eru til dæmi um það þar sem tímarit sem gefin hafa verið út á rafrænu formi frá upphafi hafi snúið sér að útgáfu prentaðs tímarit samhliða rafrænni útgáfu. Þau tímarit sem hafa ákveðið gefa út á prenti bera þess oftar en ekki merki að vera vel hönnuð og sérstaklega vönduð. Ástæða þessara prentverka er oftar en ekki sú að hanna fallegt prentverk sem stenst tímans tönn, eitthvað sem fangar tíðarandann og er góð heimild um okkar tíma. Þýðir þetta að prent sé ekki dautt eftir allt saman? Er upprisa prents handan við hornið?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_alexandrabergmann-2.pdf | 780,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |