is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2218

Titill: 
 • Aðdragandi að friðun Þingvalla 1930. En hvers vegna er verið að stofna til þessarar friðuna, munu margir spyrja. Eiga ekki mennirnir að lifa á því sem náttúran framleiðir á Þingvallalandi, sem annarsstaðar.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslendingar tóku 20. öldina með trompi. Þjóðin virkaði eins og svampur fyrir flestar þær
  nýjungar sem þá komu fram, hvort sem er tækninýjungar eða hugmyndafræði. Iðnbylting hófst með komu vélbátanna 1902, síminn 1906, síðan vatnsveitur, rafmagnsveitur, togarar og ýmsar aðrar verklegar og efnahagslegar framfarir til sjávar og sveitar. En það voru ekki aðeins tækin sem komu til landsins heldur líka hugmyndastefnur. Í byrjun 20. aldar voru þær margar á döfinni, hvort sem er hugmyndir um spíritisma, skógræktaráhugi, jógaáhugimargt náði talsverðum vinsældum hér á landiyfir í pólitískari deilumál sem spönnuðu stærstan hluta þess litrófs sem einkenndi slíkar deilur í nágrannalöndunum. Þjóðin fékk heimastjórn 1904 og fullveldi 1918; hvort tveggja kallaði á uppbyggingu í innri stjórnsýslu landsins. Ennfremur slæddust hingað hugmyndir sem áttu kannski ekki svo mikið upp á pallborðið þá en er orðið með heitari umræðuefnum samtímans, hvort sem er á Íslandi eða erlendis.
  Umhverfisvernd var ein af þessum hugmyndum sem komu hingað til lands um aldamótin 1900 og fengu sinn hljómgrunn. Guðmundur Davíðsson barnakennari varð helsti talsmaður umhverfisverndar og þjóðgarðsstofnunar hér á landi. Hann varð fyrsti
  umsjónarmaður hins friðlýsta lands á Þingvöllum sem var stofnað til árið 1930, með
  lagasetningu frá 1928. Meginefni ritgerðinnar er leitast við að rekja tilurð og forsögu þessara friðunarlaga. Með því er leitast við að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hver var helsta ástæða þess að Þingvellir voru friðaðir árið 1930? Hver voru helstu rök með og á móti friðun Þingvalla? Ritgerðin spannar einkum árabilið 1907-1930, þó vissulega sé farið aðeins út fyrir þessi tímamörk þegar verið er að rekja tilurð fyrstu friðunartilburða hérlendis og erlendis.
  Leitin að efni ritgerðarinnar fór að mestu fram í Þjóðskjalasafninu og þakka ég hér með starfsfólki safnsins góða og vel þegna aðstoð. Þar var bæði að finna bréf til stjórnarráðsins sem vörpuðu talsverðu ljósi á málin varðandi tilurð þess að gæsla var fengin á þingvöll og hann á endanum friðaður. Þar var líka að finna skýrslur frá umsjónarmannsembætti sem var komið á fót fyrir árin 1920-1923. Þar vantar þó eina skýrslu, frá árinu 1922. Í þeim birtist þó einvörðungu sjónarmið umsjónarmannsins, Guðmundar Davíðssonar og verður það því nokkuð einsýnt.
  Einnig var litið í Alþingistíðindi frá 1919-1928 og vitnað í þær umræður sem þar áttu
  sér stað, og koma helstu mótrök gegn friðun Þingvalla þar. Enda kannski ekkert sjálfgefið fyrir þjóð sem hafði úr litlu að moða að leggja í stofnun þjóðgarða? 2
  Annars voru það dagblöð og tímarit sem gefa á nasasjón af viðhorfum almennings á
  nýtingu Þingvalla sem friðaðs svæðis. Þannig var reynt að fá annað sjónarhorn en eingöngu
  þar til skipaðra embættismanna og kosinna fulltrúa.
  Í umfjölluninni um verndun Þingvalla er óhjákvæmilegt að notast við nokkuð af
  örnefnum sem eru á Þingvöllum og nánasta nágrenni. Til að gera lesendum auðveldara fyrir að átta sig á staðháttum eru þrjú kort aftast í ritgerðinni, fyrir aftan heimildarskrá, gerð af Einari Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúa Þingvallaþjóðgarðs. Mun vera vísað til þeirra í ritgerðinni, jöfnum höndum innan hornklofa og þá með nafni viðkomandi korts. Fyrsta kortið sýnir Þingvallaþjóðgarð eins og hann er nú að stærð, 2009, og verður vísað til þess sem og heitir Þingvallaþjóðgarður 2004. Kort númer tvö sýnir þjóðgarðsmörkin eins og þau voru mörkuð í fyrstu friðunarlögunum frá 1928 og önnur mörk sem lágu líka til grundvallar árið 1925, kortið kortið heitir Þingvallaþjóðgarður 1930. Þriðja kortið sýnir mörk þinghelgarinnar og ber því nafnið Þinghelgin. Gagnlegt getur verið fyrir lesendur að kíkja á kortin með jöfnu millibili eða þá í byrjun lestrar til að sjá hvernig landið liggur.
  Það er í það minnsta ljóst að hugmyndin um friðun stórs svæðis og gera að þjóðgarði
  fyrir fólk til að skoða og njóta var komin erlendis frá. Áður en reynt er að rýna í innlendar friðunarhugmyndir er því ekki úr vegi að athuga hvernig þær byrjuðu í útlöndum og kynnast mismunandi friðunarleiðum.

Samþykkt: 
 • 17.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðdragandi að friðun_fixed.pdf433.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Inngangur_fixed.pdf62.46 kBOpinnInngangurPDFSkoða/Opna
friðlýsing í upphafi_fixed.pdf6.65 MBOpinnFylgiskjal 1PDFSkoða/Opna
þinghelgi_fixed.pdf8.58 MBOpinnFylgiskjal 2PDFSkoða/Opna