is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22181

Titill: 
  • Allt úr engu : hip hop: sköpun og sjálfsmynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið hér er samspil götutísku grasrótarmenningar og hátísku, nánar tiltekið innlimun götutísku inn í hönnun hjá heimsfrægum tískuhúsum. Fjallað verður um hvernig hugtök og sjónarmið jaðarmenningar, í þessu tilviki hip hop, sem sprettur upp um og upp úr 1970, hefur sett sinn stimpil á sögu popp menningar alveg fram í nútímann. Varpað verður ljósi á hvernig gildi og viðmið þessarar götuheimspeki þróaði með sér afgerandi fatastíl sem var í upphafi einskonar einkennisklæðnaður fátækra minnihlutahópa í úthverfum í New York. Einnig verður skoðað hvernig þessi tjáning í klæðaburði hefur myndaði tengsl við hátísku í gegnum , þökk sé helstu frumkvöðlum hip hop menningar. Hip hop spratt upp úr þjóðfélagsaðstæðum efnalítils ungs fólks sem fann uppreisnargjörnum og ólgandi sköpunarkrafti sínum farveg í gegnum götulist og fatatísku sem var öðruvísi en í ríkjandi menningu. Hugsunarháttur hip hop byggist á því að vekja athygli á sér með frumleika og persónulegum stíl og öðlast virðingu fyrir það sem þú gerir. Með því að endurvinna og sameina ýmsa hluti af menningarlegum uppruna skapaðist sjálfsmynd í gegnum neysluhyggju sem skilaði sér í tilteknum líferni og fatastíl. Allt var þetta drifið áfram af samkeppni. Hip Hop náði þannig að hefja ímynd sína upp frá götulífstíl jaðarmenningar upp í lúxuslíferni heimsþekkts listafólks og allt þar á milli.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FinalVersionBA1.pdf3,23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna