is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22182

Titill: 
  • Kínversk kalligrafía : um kínverska kalligrafíu sem listform, tengsl hennar við heimsspeki og samanburður við vestræna kalligrafíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saga letursins byrjar ekki hjá Kínverjum en þeir eru þó einir af einungis sex þjóðum sem hafa þróað sitt eigið letur og eiga því stórann þátt í sögu leturs. Kalligrafía er mikilvægur partur af menningararfi Kínverja en kínversk kalligrafía hefur verið partur af kínverskri menningu í þúsundir ára og er ekki síður talin list en listmálun, tónlist eða ljóðlist. Þetta er tjáningarmikið listform en því fylgja einnig margar strangar reglur og því tekur tugi ára að ná fullu valdi á listinni. Það má sjá hugsunarhátt kínversku þjóðarinnar speglast í kínverskri kalligrafíu, en þennan hugsunarhátt má rekja til fornar heimsspeki.
    Það er mikill munur á vestrænni og kínverskri kalligrafíu, bæði útlitslega og menningarlega. Táknin sjálf eru mjög ólík og vestrænt letur er mun einfaldara en það kínverska. Kínversk kalligrafía er skrifuð með stórum bursta sem er sérhannaður fyrir kalligrafíu, en vestræn er skrifuð með penna með málmhaus, en báðum er dýft í blek. Vestræn kalligrafía á sér styttri sögu en sú kínverska og er ekki jafn rótgróin í menningunni. Það hefur aldrei verið litið á hana sem listform á sama hátt og hefur verið litið á þá kínversku. Þetta er meginmunurinn á vestrænni og kínverskri kalligrafíu, sú kínverska hefur verið sett á háann stall og er mikilvægur partur af menningarsögu Kínverja á meðan sú vestræna hefur fallið í skuggann af öðrum listgreinum og aldrei verið talin alvöru list.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kínversk kalligrafía LOKA.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna