is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22185

Titill: 
  • Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi : þar sem hugvit og sköpun mætast
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir samspil handverks og hönnunar í nútímasamfélagi, hvernig aukinn áhugi hönnuða og fólks almennt hefur haft þau áhrif að handverk er orðið mun stærri þáttur í hönnun í dag. Fjallað verður um Dieter Rams sem er talinn einn af mest framúrskarandi hönnuðum 20. aldar. Hann er af mörgum talinn vera brautryðjandi í hönnun í heiminum og er þekktur fyrir að hafa einfaldleika að leiðarljósi í öllu sem hann gerir.
    Getur Hönnunarstefna Íslands bætt áhuga fólks á hönnun, og bætt um leið starfsumhverfi hönnuða hér á landi. Oft eru mörkin á hönnun og handverki óljós og reyni ég að finna þá línu. Spyr hvað hönnun sé, út frá Hönnunarstefnu Íslands og orðum nokkra valdra hönnuða. Hvernig hönnun hefur aukið neyslu okkar á óþarfa vörum, og hvernig góð markaðssetning hefur fengið okkur til að hugsa alltaf um að fá það nýjasta og besta í dag. Einnig verður skoðað hvernig hönnun og handverk séu að spila stóran þátt í hönnun nú til dag, með ungum hönnuðum sem hafa handverk sitt að aðal ferli sínu í hönnun. Hvers vegna handverksfólk og hönnuðir séu í miklu samstarfi við vísindamenn og verkfræðinga. Hvernig vélar og tækni hafa heft okkur í gengum árin, og svo hvernig þessi tækni á eftir að geta leitt okkur fram á veg í framtíðinni. Tala um hvernig þeir hönnuðir sem um er fjallað í ritgerðinni eigi það sameiginlegt að nota handverk í hönnun sinni og blandi saman handverki og hönnun, og með því geti þeir aukið virðið? í hlut sínum með handverki og hvernig þeir hafa fengið fólk til að skynja hversu órjúfanleg hönnun og handverk eru.
    Lykilorð: markaðsstýring, þróun

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Esra+þór+Ritgerð.pdf484.63 kBLokaðurHeildartextiPDF