is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22191

Titill: 
  • Klósett
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að ganga örna sinna er hreinsun og ein af grunnþörfum mannsins. Frá því við hættum að lifa hirðingjalífi og tókum fasta búsetu hefur verið einhver ákveðinn staður þar sem einstaklingar hafa brugðið brókum sínum. Í dag köllum við þann stað klósett. Breytingin sem hefur orðið á síðustu 100 - 150 árum, að festa hreinlætið við eitt afmarkað rými krefst menningar- og siðferðslegra spurninga. Þá er kannski vert að velta því fyrir sér hvernig á þetta eina eða fleiri hreinlætis rými að virka inn á heimilum út frá heilbrigðissjónarmiðum.
    Að fara á klósettið er hreinlæti, þú hreinsar þig af úrgangi og klósettið sem tekur við þessum úrgangi er í hugum margra talið „skítugasta“ fyrirbæri heimilisins. Þó vissulega sé það ekki skítugt í eiginlegri merkingu orðsins, á einhvern hátt virðist okkur í vestrænu samhengi nútímans þykja það huglægt skítugt. Það sem vekur svo áhuga minn er að á mörgum heimilum tíðkast það að hafa baðið við hlið klósettsins, þar að segja við hreinsum líkama okkar við hlið „skítugasta“ fyrirbæri staðarins. Það sem meira er að sumstaðar, oft í smærri íbúðum þar sem minna er um pláss, er þvottavélin geymd og hreinn þvottur þurrkaður. Það virðist sem menningarlega sé það fullkomlega eðlilegt að hafa „skítugasta“ hlut heimilisins á þeim stað þar sem við hreinsum okkur. Af hverju er ekki sjálfsagt að aðskilja líkamlega hreinsun og mannlegan úrgang?
    Klósettið er mjög hannað rými en aftur á móti er það spurning á hvaða forsendum. Er það líkamlegar og andlegar þarfir sem ráða för eða eru það kannski aðrar ástæður sem tengjast líkama okkar ekki á nokkurn hátt. Til þess að komast að því þarf að skoða hvernig klósettið kom inn á heimili og á hvaða forsendum. Við þurfum að skilja upphaf þess og þróun, bæði hérlendis en ekki síður gæti verið gagnlegt að líta til annarra menningarsvæða til að skilja af hverju það er staðsett á þeim stað sem það er núna.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22191


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klósett B.A. ritgerð.pdf2.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna