is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22194

Titill: 
  • Mörkun : er mögulegt að skapa sér eftirsótta stöðu í hug neytanda með neikvæðri ímynd?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Höfundur þessarar ritgerðar er einn úr hópi listamanna sem spratt úr heimi veggjarlistar á Íslandi. Vegglist er flókið listform og birtingarmyndir hennar margar en með því að breyta gegn siðferðislegum reglum samfélagsins ögrar listamaðurinn núverandi gildum þess á sýnilegan hátt í von um að vekja upp nýja sýn og gagnrýnni hugsun meðal almennings. Nafnleynd fylgir vegglistinni vegna þess hve stór hluti hennar er flokkaður sem eignarspjöll, hún er brot á lögum og telst þar af leiðandi refsivert athæfi. Hópurinn hóf samstarf árið 2009 og varð fljótt þekktur sem einn stærsti veggjalistahópur Íslands. Flestir meðlimir hópsins eru nú orðnir sjálfstætt starfandi grafískir hönnuðir og vinna mikið saman á því sviði meðfram veggjalistinni, ásamt því að starfa saman við skilta- og veggmálun undir formerkjum Skiltamálunar Reykjavíkur. Fyrirtækið sækir aðferðir sínar í gamla hefð skiltamálunar og býður upp á þjónustu og þekkingu sem var við það að tapast alfarið vegna tilkomu iðnvæddra framleiðsluaðferða vínylprentaðra auglýsingadúka sem er mun ódýrari lausn.
    Á komandi tímum vill hópurinn koma sér á framfæri sem hönnunarstofa með áherslu á grafíska hönnun og sérstöðu sem liggur í bakgrunni okkar sem veggjalistarmenn.
    Ákveðið hefur verið að fara af stað með mörkunarferli á hópnum og allri starfssemi hans í byrjun næsta árs [2015] og er þessi ritgerð skrifuð í þeim tilgangi að dýpka skilning okkar á eigin möguleikum og sérstöðu fyrir mörkun, móta skýra stefnu og gildi hópsins og hvernig þau yfirfærast úr formi vegglistarinnar yfir á nýja miðla.
    Skoðað verður hvernig hægt er að skapa marki virði og þar með sess á ofmettuðum markaði dagsins í dag og hvort ráðlegt sé að byggja á grunni sem veggjarlistamenn og þar með sem lögbrjótar eða er réttara að fela þann bakgrunn vegna hættunnar á neikvæðri sýn á ímynd.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+ritgerð+Jón+Páll.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna