is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22197

Titill: 
  • Draugar borgarinnar : auð hús í miðborg Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í miðbæ Reykjavíkur er að finna fjölda eldri húsa sem mörgum þykja vera mesta prýði bæjarins. Þessi gömlu hús hafa verið partur af sögu og menningu hans lengi og myndað miðbæjarandann ásamt fólkinu í kring. Hins vegar kemur að því hjá sumum þessara húsa að þau verði auð og yfirgefin. Hjá sumum er það endastöð en hjá öðrum aðeins tímabundið ástand. Þegar svo er liggur leiðin oft niður á við, lítið sem ekkert er hugsað um húsin og óprútnir aðilar eiga það til að gera sig heimkomna innandyra.
    Í þessari ritgerð fjalla ég um auð hús í miðbæ Reykjavíkur í dag. Þau eru sjö talsins og fer ég yfir sögu og aðstæður hvers um sig, tímann sem það hefur staðið autt og hver væntanleg örlög þess eru ef þau hafa verið ákveðin. Þrátt fyrir að þessi hús hafi staðið auð í einhvern tíma þá hefur ýmisslegt gengið á í tengslum við hvert þeirra, bæði innandyra, þegar óviðkomandi hafa nýtt rýmið, annað hvort í leyfi eða leyfisleysi, sem og einnig utandyra í umræðum og jafnvel deilum um örlög húsanna. Ég skoða einnig að hvaða leiti samfélagði hefur haft áhrif á húsin og þau á samfélagið út frá efnahagslegu, félagslegu og fagurfræðilegu sjónarhorni meðal annars. Ég vitna í hugmyndir arkitekta og fræðimanna, en legg sérstaka áherslu á hugmyndir franska sagnfræðingsins Michel de Certeau.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-ritgerð Bergdís.pdf586.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna