is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/222

Titill: 
  • Askur Yggdrasill? : tíðni norrænna goðafræðinafna í nafnavali Íslendinga frá aldamótum 1900-2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við ákváðum eftir mikla umhugsun að gera lokaverkefni um nafngiftir í norrænni goðafræði. Þá var eftir hugmyndavinnan um hvað verkefnið ætti að fjalla og hvernig ætti að útfæra það. Þar til að það rann upp fyrir okkur eftir nokkra leit að við gátum lítið sem ekkert fundið um nafngiftir í norrænni goðafræði. Þá vaknaði hugmynd að spennandi verkefni sem við hlökkuðum mikið til að byrja á. Við fórum í gegnum alla Snorra-Eddu og skráðum niður öll þau nöfn sem komu fyrir í henni óháð því hvort um menn, vætti eða staðarheiti væri að ræða. Við settum það skilyrði við skráninguna að öll norrænu nöfnin ættu sér tilvist í nafnavali Íslendinga frá 1900-2007 þar sem við skoðuðum einungis þá nafnbera sem báru tvö goðafræðinöfn, sem fyrra og seinna eiginnafn. En þau nöfn sem ekki stóðu með öðrum goðafræðinöfnum fengu þó að fylgja með í heildarlistanum (sjá fylgiskjöl I og II sem eru flokkuð eftir kyni og stafrófsröð). Úr varð dágóður listi með 123 karlmannsnöfnum og 52 kvenmannsnöfnum sem við unnum upp úr Þjóðskrá. Ef einhver hét til dæmis Óðinn Þór var hann gjaldgengur á listann okkar en nafnið Óðinn Jón gekk ekki þar sem seinna eiginnafnið er ekki goðafræðinafn. Við endurtókum þetta við hvert einasta nafn á listanum og pöruðum saman öll nöfnin við hvert annað og úr varð listi með um það bil 1500 mismunandi nafnasamsetningar. En við vorum ekki hættar og okkur lék forvitni á að vita hvenær nafnberar væru fæddir og skiptum þeim því upp eftir á hvaða áratug hver og einn var fæddur. Listinn var heldur yfirgripsmikill og því ákváðum við að velja úr honum 15 kvenmannsnöfn og 15 karlmannsnöfn og fjalla sérstaklega um þau. Tvær töflur munu fylgja ritgerðinni þar sem við á og er þeim skipt eftir stafrófsröð og kyni. Í töflunum má finna nöfnin sem við völdum og hvernig fjöldinn skiptist eftir áratugum. Taka skal fram að listinn og töflurnar voru unnar fyrir 1. mars 2007 og því miðast fjöldinn eingöngu við uppgefnar tölur frá þeim tíma. Einnig miðast niðurstöðurnar eingöngu við nafnbera goðafræðinafna sem eru á lífi.

Samþykkt: 
  • 19.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf609.13 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna