is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2220

Titill: 
 • Samskipti við skólastjórnendur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að greina hvaða þættir það eru sem kennarar telja að ráði mestu við stjórnun framhaldsskóla.

  Rannsóknin var gerð í fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi sveitarfélögum haustið 2008 fram á vor 2009. Þátttakendur voru átta 26 til 57 ára kennarar, fjórir karlar og fjórar konur. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum.
  Niðurstöður sýna að eftirtaldir þættir skipti mestu máli við stjórnun framhaldsskóla að mati kennara: 1. Mikil og náin tengsl við kennara. 2. Forysta sé sýnd með þægilegu viðmóti og sköpun liðsheildar meðal kennara. 3. Starfsumhverfi kennara sé byggt upp af stuðningi og hvatningu við þá. Niðurstöðurnar eru í samræmi við rannsóknir fræðimanna sem hafa rannsakað viðfangsefnið.
  Með því að kynnast viðhorfum kennara um samskipti þeirra við skólastjórnendur ætti að fást betri mynd af hvernig megi bæta þau og efla eftir því sem þörf er á.

Samþykkt: 
 • 18.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti við skólastjórnendur_fixed.pdf347 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna