is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22200

Titill: 
  • Kynþættir Miðgarðs og birtingarmyndir þeirra í tónlist Howard Shore við Hringadróttinssögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hringadróttinssaga J.R.R Tolkien er stórfenglegt ævintýri í þremur bindum. Sagan gerist í Miðgarði en hún fjallar um hættuför hobbitans Fróða Bagga og föruneyti hans til að eyða máttarbaugi hins illa Sauron. Auk þess segir sagan einnig frá baráttu hinna ólíku kynþátta Miðgarðs við herlið Sauron og bandamenn hans.
    Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson kvikmyndaði söguna og kom hún út í þremur hlutum á árunum 2001 til 2003. Óhætt er að segja að myndirnar hafi hlotið góðar viðtökur en hún hlaut fjölda verðlauna.
    Howard Shore samdi tónlist fyrir kvikmyndirnar en nálgun hans er að mörgu leiti einstök. Hann gerði rúmlega 10 klukkutíma af tónlist en hún hljómar í um 90% myndanna.
    Shore samdi gífurlegan fjölda leiðarstefja fyrir myndirnar en í stað þess að gefa mismunandi persónum sögunnar ólík stef vekur hann heilu kynþættina til lífs með stefjaefni sínu. Hver kynþáttur Miðgarðs fær sinn eigin hljóðheim, stefjahóp og hljómaefni.
    Í þessari ritgerð eru stefjahópar og hljóðheimar hvers kynþáttar skoðaðir og bornir saman til að rannsaka með hvaða móti ólíkir kynþættir eru táknaðir. Kynþættirnir eru hobbitar, álfar, dvergar og menn en þar að auki verður skoðaður hljóðheimur hinna illu afla Miðgarðs: Saurons, orka og hringvoma. Frekar en að fylgja söguþræðinum nákvæmlega er ritgerðinni skipt niður eftir kynþáttum og rannsakað með hvaða hætti tónlist Shore fangar og lýsir ólíkum einkennum ólíkra menningarheima. Til þess er farið yfir helstu stef hvers kynþáttar fyrir sig, hljómamál og hljóðfæranotkun skoðuð.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynþættir Miðgarðs.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna