is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22201

Titill: 
 • Bestu skinn : þróun loðfelda í vestrænu samfélagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig loðfeldir verða eftirsóknarverðir í Vestrænu samfélagi í byrjun 20. aldar og þróun þeirra innan tískugeirans.
  Í upphafi eru þjóðflokkar Eskimóa og Chukchi frumbyggjanna skoðaðir en báðir þjóðflokkarnir koma frá norðurhveli jarðar. Í gegnum tíðina hafa þessir þjóðflokkar þróað með sér stórbrotnar flíkur úr loðskinnum. Saga þjóðflokkanna verður rakin í grófum dráttum með megináherslur á klæðnaði þeirra. Komið verður inn á hvernig þeir komast í kynni við Rússa í byrjun 17. aldar sem hafði í för með sem gott viðskiptasamband.
  Í krafti Iðnbyltingarinnar sem hefst í lok 18. aldar kemur fyrsti fjöldaframleiddi einkabíllinn árið 1913 og má segja að hann hafi rutt veginn fyrir nýja tegund fatnaðar þar sem klæðnaður fólks breyttist mikið í kjölfarið.
  Fjallað verður um tískustrauma loðfelda á 20. öldinni og sérstaklega verður fjallað um ítalska tískuhúsið Fendi sem var og er brautryðjandi þegar kemur að loðfeldum.
  Stiklað verður á stóru í loðskinnaiðnaði Íslands þar sem fókusinn er á verksmiðjur Sambands Íslenskra Samvinnufélaga, SíS og framleiðslu þeirra á 20. öldinni. Í lokin fær lesandi smjörþefinn af loðskinnamarkaðnum í dag og honum gefin gróf mynd af því sem er að gerast í dag.
  Lykilorð: Chukchi, Fendi

Samþykkt: 
 • 24.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BESTU_SKINN_12DES-1.pdf915.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna