Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22203
Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig stafræn tækni þróaðist með tilliti til hljóðs. Fjallað verður um tölvutónlist í tölvunarfræðilegum og hljóðeðlisfræðilegum skilningi. Svarað verður spurningum um hvernig tölvan reiknar hljóðbylgjur sem við svo skynjum sem tölvutónlist. Hvaða mismunandi leiðir hafa verið notaðar af tölvutónskáldum og hljóðvísindamönnum til að framkalla hljóð. Hvernig tölvan hermir eftir mannsröddinni og akústískum hljóðfærum. Fjallað verður um fólkið sem fyrst nýtti sér stafræna tækni til að semja tónlist. Einnig verður fjallað um fyrstu stafrænu hljóðgervlana.
Raftónlist byggð á flaumrænni (e. analog) tækni verður ekki tekin sérstaklega til umfjöllunnar. Flaumræn hljóðtækni á sér ríka og eldri sögu en stafræn tónlist, en stundum verður gerður samanburður á stafrænni hljóðtækni og flaumrænni þar sem oft eru þetta hliðstæður. Markmið ritgerðarinnar er að ná saman heildaryfirliti á þeim helstu þáttum stafrænnar hljóðvinnslu sem notað er í dag af raftónlistarmönnum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
tolvutonlist.pdf | 6.01 MB | Open | Heildartexti | View/Open |