is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22204

Titill: 
  • „Að komast út úr svefnherberginu“ : um áhrif og mikilvægi netsins á raftónlistarútgáfu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður litið til nýrra strauma í framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu á raftónlist á Íslandi. Sjónum verður beint að útgefendum í raftónlist og skoðað hvernig þeir nýta sér nýja tækni og aukna netnotkun almennings í tengslum við sínar útgáfur. Einnig verður skoðað hversu mikilvæg netvæðingin er fyrir útgáfu af þessu tagi á Íslandi. Að baki liggja viðtöl við aðstandendur þriggja útgáfna sem allar hafa ólíkar áherslur innan raftónlistarsenunnar á Íslandi. Þær útgáfur sem um ræðir eru Borg Ltd., Möller Records og Lagaffe Tales. Viðmælendur voru spurðir út í það hvernig þeir nýttu sér netið til að mynda tengslanet, til markaðssetningar og dreifingar, hverjar væru ástæður fyrir því að þeir væru í útgáfu og hvort þeir myndu standa að slíkri tónlistarútgáfu ef ekki væri fyrir þau tækifæri sem netið býður upp á.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aukna grósku í útgáfu raftónlistar á Íslandi má að miklu leyti rekja til nýrrar tækni og að helsti vettvangur raftónlistarútgefenda sé á netinu. Þar fer fram bróðurpartur þeirra samskipta sem útgefendur eiga við flytjendur sína og þar hefur myndast stafrænt samfélag sem sameinar áhugafólk um ákveðnar tónlistarstefnur. Í rannsókninni kemur einnig fram að útgefendur leggja mikið upp úr því að vera virkir á netmiðlum og þar fer mest af þeirra markaðssetningu fram. Viðmælendur voru allir sammála um að netið væri grunnforsenda fyrir því að þeir gætu staðið að sinni útgáfu og töldu ólíklegt að þeir væru að gefa út tónlist ef að það væri ekki til staðar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa, lagfærð 13.01.2014.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna