Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22206
Hvað er það sem gerir hluti fallega eða ljóta? Eru fegurð og ljótleiki algjörar andstæður eða eru þetta ef til vill tvær hliðar á sama peningnum? Í þessari ritgerð er hugtakið wabi-sabi tekið fyrir, en wabi-sabi mætti lýsa sem eins konar fagurfræðilegum heimi sem hefur þróast meðal Japana út frá zen búddisma yfir langt skeið. Innan heims wabi-sabi er leitast eftir því að sjá fegurðina í hlutum sem eru yfirleitt sjálfkrafa dæmdir ljótir, í því lítilláta og hógværa, í hlutum sem eru ófullkomnir og hverfulir. Wabi-sabi verður notað til að greina fag, sem í fyrstu virðist stríða gegn öllum hugmyndum þess – fatahönnun og tísku.
Er hægt að kalla fram hughrif wabi-sabi innan ramma fatahönnunar, sem er partur af hinum síbreytilega heimi tískunnar? Það verður kannað með því að nota wabi-sabi sem eins konar greiningartæki á nokkra fatahönnuði, sem í verkum sínum stríða á móti því sem tískuheimurinn boðar – hraða og neyslu. Er kannski eftir allt pláss fyrir hið “ljóta” og “skrýtna” innan heims sem dýrkar fullkomnunina.
Lykilorð: zen búddismi, fegurð, ljótleiki, Yohji Yamamoto, Rei Kawakubo, Issey Miyake, Rick Owens, Ann Demeulemeester, Maison Martin Margiela, Alexander McQueen, neysla, hraði, hverfulleiki, austur, vestur
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-RITGERÐINGIBJÖRG.pdf | 1,23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |