is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22208

Titill: 
 • Tvíhyggja kynjanna : áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Frá fornöld og fram til dagsins í dag hefur tvíhyggja kynjanna einkum snúist um kenningar heimspekinga, femínista og samfélagsfólk í aldaraðir. Konur hafa fremur verið álitnar sem hitt kynið frá forn heimspekikenningum á borð við Platón og Aristóteles er að konan var talin karlinum óæðri og eðli konunnar ráðist aðeins af því sem hana skortir miðað við karlinn. Þessar kenningar hafa óneitanlega haft áhrif á hugmyndasögu okkar og menningu þrátt fyrir að við teljum okkur laus undan oki hinna fornu hugmynda koma þær iðulega upp aftur.
  Tvíhyggjukenningar hafa mikil áhrif á hugmyndir einstaklinga um kynið sjálft og sitt eigið kynjaða hlutverk, sem gegnir stórum þátt í félagsmótun samfélagsins.
  Klæðaburður og hönnun hafa í gegnum tíðina lotið ákveðnum reglum um kynhlutverk sitt og hvernig kynin haga sér út frá því. Klæðnaður kvenna hefur tekið miklum breytingum í alda raðir og ekki síst uppúr aldamótunum 1900. Fatnaður gegnir gríðalegu stóru hlutverki mannkynsins og félagsmótun þess í þjóðfélaginu.
  Tíska gefur manni möguleika á að vera maður sjálfur og ekki vera ruglað saman við aðra en gefa þó til kynna að maður tilheyri ákveðnum hópi í samfélaginu. Sem dæmi getur þú fengið hugmyndir um einstaklinga bara með því að horfa á þá. Fatnaður er því lykilatriði í þeirri fyrstu sýn sem þú færð og það segir okkur hversu mikilvæg tíska raunverulega er innan félagslegs samhengis.

Samþykkt: 
 • 24.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERD finalvol2.pdf651.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna