is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22209

Titill: 
  • Nýjir möguleikar á mótun framtíðarsamfélags á Íslandi : leiðir til að bregðast við húsnæðisvanda sem Íslendingar standa frammi fyrir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjárhagsstaða fólks á Íslandi hefur versnað síðastliðin ár. Fátækt er orðin meiri og húsnæðisvandi farinn að gera meira vart við sig en áður. Skortur er á íbúðum og hefur biðlisti eftir félagslegri íbúð aldrei verið lengri.
    Arkitektar bera samfélagslega ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu. Hans ábyrgð felst í
    að finna lausnir sem geta virkað fyrir fjöldan . Húsnæðismarkaðurinn virðist ekki virka fyrr alla eins og hann er í dag. Því spyr maður hvort möguleiki sé að gefa
    fólki fjölbreyttara val um hvernig það vill lifa og búa. Erlendis tíðkast að fólk taki sig saman og byggi upp samfélög. Á Íslandi eru einnig dæmi um slík samfélög. Þar má nefna blokkirnar í Sólheimum sem byggðar voru í kringum 1960. Einnig höfum við Sólheima í Grímsnesi. Kristjanía í Danmörku er eitt þessara samfélaga. Damanhur í Ítalíu sem stofnað var árið 1975 er einnig þess konar samfélag. Á Englandi hefur fólk margoft tekið sig saman og byggt eigin hús eftir hugmyndafræði og hönnun Walter Segals, en hann var svissneskur arkitekt sem búsettur var í Englandi. Væri möguleiki á einhverju slíku hérlendis? Gæti samfélag líkt og Damanhur þrifist hérlendis eða gæti hugmyndafræði Segals virkað á Íslandi. Ef farið væri eftir hugmyndafræði Walter Segals gæti fólk byggt upp sín eigin hús, fyrir mun minna fjármagn enn venjulega kostar að kaupa íbúð. Það væri því möguleiki fyrir fólk að búa í allt að skuldlausum húsum.
    Það hefur einnig sýnt sig að fólk sem fær að hanna heimili sín sjálf eru mun líklegri til þess að huga vel að viðhaldi sem leiðir til þess að húsin endast þau mun betur.
    Lykilorð: Self-Built, Damanhur, Walter Segal

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin_senda_lhi.pdf2,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna