Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22210
Maðurinn hefur haft gríðarleg áhrif á umhverfi sitt frá fyrstu iðnbyltingunni. Í þessari ritgerð er leitast við að skoða sambandið milli mannsins, umhverfis og framleiðslu. Framleiðsla í iðnaði hefur verið mjög hröð alla síðustu öld og hefur stigmagnast. Nýting mannsins á auðlindum jarðar í framleiðslu hefur haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér þótt vissulega hafi það ekki verið ætlunin. Við mannfólkið stöndum frammi fyrir stórum vandamálum og er eitt þeirra að breyta framleiðsluvenjum okkar í umhverfisvænan farveg. Framleiðsla eins og nú tíðkast gengur hratt á auðlindir, hún mengar loft, vatn og jarðveg og að lokum skilar hún til neytandans eitruðum hlutum. Í ritgerðinni verður sambandið milli neytenda og framleiðslu hluta skoðað. Hvernig vaxandi umhverfisvitund hefur haft í för með sér byltingarkenndar breytingar innan iðnaðar og hvernig lausn á framleiðsluvandanum er í augsýn. Hugmyndafræði Cradle to Cradle verður skoðuð sem lausn við vandanum og hvernig hugmyndasmiðir hennar hafa farið inn í framleiðslufyrirtæki og umbreytt framleiðslu fyrirtækja með ótrúlegri útkomu. Hvernig hugmyndafræðin hefur valdið því að bolti hefur farið af stað og leitt til þess að hönnuðir taki upp þráðinn og fari í auknum mæli að hugsa og hanna með verndun umhverfis í fyrirrúmi. Hvernig ég sem hönnuður hef orðið fyrir áhrifum frá Cradle to Cradle og nýti þessa hugsun í minni hönnun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð - Helga.pdf | 5.83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |