is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22212

Titill: 
  • Ljósbrot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um valin verk eftir Andreu Arnarsdóttur ásamt verkum eftir fleiri listamenn eins og James Turell og Ólaf Elíasson. Í öllum verkunum spilar ljós stórt hlutverk og því byrjar ritgerðin á stuttum kafla um ljós og eiginleika þess.
    Næsti kafli beinist að vinnubrögðum Andreu. Eftir það er fjallað um vinnu Andreu með filmu. Þar er fjallað um tilraunakenndu vídeóverkin A Sweet film og Fruitloop (2012) sem unnin eru á 16mm filmu. Þar er einnig fjallað um vídeóinnsetninguna Speglun (2013) og aðrar vídeóinnsetningar sem unnar voru á svipaðan hátt en allar innsetningarnar eru gerðar með geisladiski sem notaður er sem spegill. Þar að auki er fjallað um hvernig geisladiskurinn getur brotið ljós og speglað það.
    Þá beinist athyglin að verkinu Partition (2014). Í kaflanum er skoðað hvernig verkið varð til ásamt því að fara yfir það hvernig tími verkanna hefur áhrif á áhorfandann. Eftir það er kafli um það hvernig áhorfandinn kemur inn í verkin, hvað áhorfandinn á að sjá og stutt umfjöllun um James Turell og Ólaf Elíasson og hvernig þeirra verk gera sömu kröfur til áhorfenda og Andrea vill að sín verk geri.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
andrea-arnarsdottir-lokaritgerd.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna