Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22216
Í þessari ritgerð fjalla ég um hvernig ég nota kerfishugsun í minni listsköpun, og hvernig aðrir listamenn hafa notað opin kerfi í víðum skilningi í verkum sínum. Í því samhengi skoða ég grein Jack Burnham um kerfisfagurfræði frá 1968 og hvernig þær hugmyndir hafa meðal annars þróast yfir í fagurfræði vensla, eins og hún er skilgreind af Nicolas Bourriaud. Ég velti fyrir mér hvort og hvernig hreyfilist tengist kerfisfagurfræði og skoða í því samhengi verk annarra listamanna og mín eigin. Ég fjalla einnig um skilgreiningu Jack Burnham á hlutverki listamannsins sem „hálfpólitískum provocateur“ og nefni hvernig þessi skilgreining á við listamenn á borð við Hans Haacke og Thomas Hirschhorn. Ég tæpi á hugmyndum um áhorfenda þátttöku í listum og reyni að skilgreina eigið heildarkerfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerð-Kerfi-Una.pdf | 1.59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |