Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22218
Í þessari ritgerð leitast ég við að svara spurningum er varða ferli, upplifun, hvað það er sem knýr manneskjuna til að skapa og hvaðan áhuginn á lífi og sköpun annarra kemur. Útgangspunktur ritgerðarinnar er þýðing á texta sem skrifaður var á 4. – 3. öld fyrir Krist og er eftir kínverska taóistann Chuang Tzu. Í textanum fjallar hann um lærdóminn sem liggur handan orða og felst í athöfninni (ferlinu). Út frá textanum tengi ég framvindu tungumálsins, mátt orðsins og mikilvægi þess sem liggur handan orðanna við sköpunarferlið út frá skrifum Walter Benjamin, Walter J. Ong, Nicholas Carr og fyrirlestri rithöfundarins Susan Blackmore. Ég mun fjalla um myndrænu söguna sem er undirliggjandi í listaverkum og líki hinum forna sögumanni munnlegrar hefðar við listamanninn. Ég styðst við kenningar John Dewey um samband áhorfanda, listaverks og þess sem stendur eftir auk þess sem ég fjalla um viljann til þess að skilja eitthvað eftir sig og það sem því fylgir út frá Samdrykkju Platons. Jafnframt tengi ég saman list Richard Long, Francys Alÿs og Yves Klein, sem unnið hafa út frá hugmyndum sem tengjast inn á þessi svið. Að lokum mun ég fjalla um eigin verk og einkasýninguna mína, Dreggjar / Remnants (2014), sem átti þátt í að vekja áhuga minn á þessu tiltekna efni. Með þessa þætti að leiðarvísi mun ég varpa ljósi á viðhorf mitt til eigin sköpunarferlis, listarinnar og lífsins sjálfs.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerd2.pdf | 955.36 kB | Open | Heildartexti | View/Open |