Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22221
Pottaplantan gerist staðgengill allra hluta (e. objects) í myndhverfingu sem notuð er til að útskýra mismunandi kenningar um eðli hluta og breytingar á viðhorfi gagnvart þeim. Plöntuformið hefur verið útgangspunktur í listköpun minni að undanförnu en nýjasta verkið er innsetning sem samanstendur af mörgum mismunandi handgerðum gerviplöntum. Í því verki velti ég fyrir mér þýðingu hluta, listhlutarins og skáldskapar en einnig hugtökum eins og ,,frummyndir” ,,eftirmyndir” og ,,eftirlíkingar.” Hvað eru þessir hlutir, dýr, plöntur og menn sem við sjáum fyrir framan okkur? Hvar liggur merking þessara hluta? Eru fyrirbæri heimsins mótuð eins og eftir uppskrift af sérstakri nákvæmni, skilgreinanleg og flokkanleg, eða eru þau aðeins tilviljanakennd ringulreið af dauðum hlutum og lífverum sem hafa hvorki sérstaka merkingu né tilgang?
Ritgerðin er skrifuð útfrá þeim vangaveltum og fjallar því um skilgreiningu efnisheimsins og nokkra þeirra mörgu heimspekinga, listfræðinga og myndlistarmanna sem myndað hafa sér stöðu á einn eða annan hátt gagnvart eðli hluta, en þá sérstaklega eftirhermum. Stiklað verður á stóru gegn um sögu heimspeki allt frá Forn-Grikkjum til póstmódernista nútímans og sértök áhersla lögð á þær sem átt hafa sér stað í kjölfar frummyndakenningar Platons. Staldrað verður einnig við þar sem myndlist og heimspeki koma saman á dularfullan hátt og mynda nýjan raunveruleika sem hefur áhrif á hvernig við lítum á myndlist og heiminn í kring um okkur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
PRENTA-ba-ritgerd-audur-loka.pdf | 865.91 kB | Open | Heildartexti | View/Open |